Útivistardagur - norrænt skólahlaup

Föstudagurinn 17. sept. verður útivistardagur hjá okkur, enda prýðileg veðurspá. Þá verðum við meira og minna úti við (nema að sjálfsögðu 4. og 7. bekkur sem eru í samræmdum prófum - við reynum að bæta þeim það upp seinna :) Þó að spáin sé góð er skynsamlegt að allir komi bærilega klæddir og vel skóaðir. Þeir sem vanir eru að hafa með sér nesti gera það eins og venjulega en þeir sem eru í ávaxtaáskrift fá ávextina þangað sem þeir verða staddir. Á mánudaginn (21. september) ætlum við svo að hafa Norræna skólahlaupið eftir hádegið, þá þurfa krakkarnir líka að koma vel skóuð og klædd eftir veðri. Við gerum ráð fyrir að allir nemendur verði búnir í skólanum um 13:40 þann dag.