Mánudaginn 21. mars verður kannað meðal nemenda hverjir eiga búnað og hverjir þurfi að fá lánað. Nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða.
Útbúnaður:
Nemendur fá afhent lyftukort þegar þeir mæta á svæðið. Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans. Lyftukortin gilda allan daginn en skila þarf lánsbúnaði eða semja um leigu á honum. Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum aðstoða nemendur eins og kostur er.
Útivistardagurinn er með öllu gjaldfrjáls fyrir nemendur.
Starfsfólk Naustaskóla
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is