Útivistardagur

Miðvikudaginn 13. mars 2013 er áætlað að nemendur Naustaskóla fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af einhverjum ástæðum  verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega kl. 8:10 Farið verður frá skólanum sem hér segir:  4.-10. bekkur kl. 08:20   en  1.-3. bekkur kl. 09:00 Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir: 1. – 3. bekkur kl. 11:20  en   4.-10. bekkur kl. 12:00 Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju en eftir það fara nemendur heim eða í Frístund, nema að kennsla verður í valgreinum í 8.-10. bekk.  Nemendur í 3.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-2. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða. Útbúnaður: Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar. Hjálmar eru nauðsynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjálma) Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum eða húfunni. Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin.  Nemendur fá afhent lyftukort þegar þeir mæta á svæðið. Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans. Lyftukortin gilda allan daginn en skila þarf lánsbúnaði eða semja um leigu á honum.    Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum aðstoða nemendur eins og kostur er.   Útivistardagurinn er með öllu gjaldfrjáls fyrir nemendur. Starfsfólk Naustaskóla