Útivistardagur

Nú leikur veðrið við okkur og við stefnum því ótrauð að útivistardegi á morgun, föstudaginn 6. september. Nemendur hafa valið sér ýmis viðfangsefni og með því að smella á hnappinn hér á eftir má nálgast nánari upplýsingar um daginn.. Hóparnir sem nemendur hafa valið á milli eru eftirfarandi:

a) 1. bekkur verður "í sérverkefni"
b) Göngutúr í Glerárgil
c) Göngutúr á Fálkafell
d) Göngutúr á Súlur (aldurstakmark - 6. bekkur og eldri)
e) Göngutúr á bryggjuna og veiði (aldurstakmark - 4. bekkur og eldri)
f) Hjólatúr meðfram Eyjafjarðará
g) Hjólatúr - styttri + þrautir
h) Göngutúr + leikir, folf, bátar o.fl. á Hömrum
i) Hjólabretti við Sólborg

Skólatími nemenda verður eins og venjulega, nemendur mæta kl. 8:10  á sín heimasvæði, þeim verður svo skipt í hópa og brottfarir eru kl. 8:30 og skóla lýkur kl. 13:00.  Við gerum ráð fyrir að nemendur verði komnir í skólann í tæka tíð fyrir hádegismatinn (nema hugsanlega þeir sem ganga á Súlur).  Súlufarar fá far með rútu upp í Glerárdal og þaðan til baka en aðrir ferðast alfarið "fyrir eigin vélarafli".

Helstu atriði sem hafa þarf í huga:

Allir nemendur þurfa að vera mjög vel klæddir og skóaðir til útiveru!
Það er frjálst nesti þennan dag en þeir sem eru í ávaxtaáskrift geta gripið sér ávöxt í nesti áður en lagt er af stað.
Þeir sem fara að veiða þurfa að koma með sinn eigin útbúnað nema að við reynum að útvega björgunarvesti.
Þeir sem fara upp að Hömrum og vilja sulla þurfa að koma með aukaföt!!
Gönguferðir eru gönguferðir - þar er ætlast til að nemendur gangi en hjóli ekki.
Þeir sem ganga á Súlur þurfa sérstaklega að huga að útbúnaði og nesti!
Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með í allar ferðir.
Kennt verður samkvæmt stundaskrá í síðustu kennslustund dagsins.