Útivistardagur

Föstudagurinn 29. ágúst er útivistardagur hjá okkur í Naustaskóla.  Þá skiptast nemendur í hina ýmsu hópa og njóta útivistar í góða veðrinu.. Skóli hefst á sama tíma og venjulega, kl. 8:10 en nemendur koma til baka í skólann um kl. 11:30-13:00 eftir því hvaða hóp þeir velja sér, fá sér hádegismat og fara síðan heim eða í Frístund.   Hér má sjá yfirlit yfir viðfangsefni dagsins og hvernig hópar eru skipaðir.  Við minnum nemendur á að mæta vel klæddir og skóaðir!