Útivistardagur á föstudag

Föstudaginn 20. mars er áformaður útivistardagur í Naustaskóla (ef veður leyfir) þar sem okkur býðst að fara í Hlíðarfjall.  Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af heilsufars- eða öðrum mjög brýnum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum.  Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða.  Við komuna í fjallið fá nemendur lyftukort sem gilda allan daginn og geta eldri nemendur nýtt sér það ef vilji er til, en athugið að skila þarf inn lánsbúnaði um hádegi, þegar rútur á vegum skólans fara heim.  Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans með símtali eða tölvupósti. Athugið að nemendur eru þá á eigin vegum eftir að rútur skólans eru farnar. Þegar nemendur koma til baka í skólann fá þeir hádegisverð en fara að því búnu heim (eða í Frístund ef þeir eru skráðir þar) Tímasetningar: 1.-3. bekkur:  Mæting í skóla kl. 8:10 Brottför frá skóla kl. 8:30 Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 11:15 Skóladegi lýkur kl. 12:00 4.-7. bekkur:   Mæting í skóla kl. 8:10 Brottför frá skóla kl. 8:15 Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 12:00 Skóladegi lýkur kl. 12:45 8.-10. bekkur  Mæting í skóla kl. 8:50 Brottför frá skóla kl. 9:00 Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 12:40 Skóladegi lýkur kl. 13:20 Útbúnaður:Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar. Hjálmar eru nauðsynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjálma) Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum og húfunni. Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin.