Útivistardagur í Hlíðarfjalli

Þriðjudaginn 16. mars er áætlað að allur skólinn fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega kl.8.10. Farið verður frá skólanum sem hér segir: 5. - 6.– 7. bekkur kl. 08:30 3. – 4. bekkur kl. 09:00 1. – 2. bekkur kl. 09:15 Lagt verður af stað úr heim úr Hlíðarfjalli sem hér segir: 1.–2. bekkur kl. 11:10 3.–4. bekkur kl. 11: 30 5.–6.-7. bekkur kl. 11:40 Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju og eftir það fara nemendur heim eða í Frístund. Útbúnaður: Þeir sem eiga skíði eða bretti taki slíkt með. Snjóþotur, svartir plastpokar og snjósleðar eru leyfðir til fararinnar. Hjálmar eru æskilegir en hægt að fá þá lánaða í Fjallinu. Skíðaeign nemenda hefur verið könnuð og munu þeir sem ekki eiga skíðabúnað eða bretti geta fengið slíkt lánað endurgjaldslaust. Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum eða húfunni. Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum aðstoða nemendur eins og kostur er.