Útivistardagur Naustaskóla

Þann 23. mars var útivistardagur hjá okkur í Naustaskóla og allir nemendur skólans skelltu sér upp í Hlíðarfjall og renndu sér af mikilli list.  Dagurinn tókst vel enda var veðrið hreint prýðilegt.  Nemendur okkar voru til hreinnar fyrirmyndar og ljóst að það er margt um hæfileikamanninn á þessu sviði meðal nemenda og starfsmanna Naustaskóla.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir úr fjallinu..