Í gær var útivastardagur í Naustaskóla og tókst hann með ágætum. Við vorum afskaplega heppin með veðrið þó spáin hafi ekki verið sérstök fyrr í vikunni, fengum sól og blíðu þó hitastigið hafi ekki verið hátt. Flestir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi og var m.a. gengið á Súlur og upp að Skólavörðu. Einhverjir hjóluðu inn í Hrafnagil og fóru í sund þar og hjóluðu til baka og annar hópur hjólaði inn í Kjarnaskóg og fór í hina stórskemmtilegu hjólabraut. Stór hópur fór í veiðiferð á bryggjuna, aðrir í göngu í bænum og enduðu í sundlaug Akureyrar og yngstu nemendurnir nutu sólar og léku sér í Lystigarðinum. Hér má sjá nokkrar myndir þaðan.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is