Vel heppnuð söfnun

Nú er komið í ljós að í Unicef - dagskránni okkar söfnuðust um 190.000 kr. sem hafa verið lagðar inn á reikning hjá Unicef.  Glæsileg frammistaða hjá krökkunum okkar sem vilja greinilega láta gott af sér leiða!  Sem lítið dæmi um hvernig þessir peningar gætu nýst má nefna að hægt væri að festa kaup á 5 fullbúnum "skólum-í-kassa" sem notaðir eru á hamfara- og neyðarsvæðum. 5 skólapakkar innihalda náms- og kennslugögn fyrir allt að 200 börn þannig að segja má að tæplega 200 nemendur Naustaskóla hafi kannski búið til skóla fyrir jafnmörg börn úti í heimi....