04.02.2014
Í byrjun febrúar eru smiðjuskil hjá
bæði 2.-3. bekk og 4.-7. bekk sem þýðir að þá eru allir nemendur í þessum árgöngum að ljúka kennslulotu í
ákveðinni verk- eða listgrein og hefja nám í nýrri grein næstu vikurnar. Af þessu tilefni viljum við bjóða foreldrum þessara
bekkja að kíkja við í stutta stund í skólanum þriðjudaginn 4. febrúar kl. 8:10 og skoða afrakstur kennslunnar, taka
þátt í samverustund þar sem nemendur í leiklistarhópum stíga á stokk, smakka örlítið á sýnishornum frá
heimilisfræðikennslunni o.fl.