Vetrarfrí framundan

Nú eru nokkrir dagar framundan sem rétt er að vekja athygli á: Föstudagur 26. október er starfsdagur - frí hjá nemendum en Frístund opin Mánudagur 29. október er vetrarfrí - frí hjá nemendum en Frístund opin Þriðjudagur 30. október er vetrarfrí - frí hjá nemendum en Frístund opin Miðvikudagur 31. er matsdagur, þá er kennsla skv. stundaskrá fram að hádegismat en að afloknum hádegismat fara nemendur heim eða í Frístund.  Boðið er upp á viðtöl við umsjónarkennara eftir hádegi þennan dag, þeir foreldrar sem vilja þiggja slíkt eru beðnir um að hafa samband við umsjónarkennara sem fyrst.  Athugið að það verður kennsla í valgreinum hjá 8.-10. bekk eftir hádegi þennan dag. Frístund er opin alla þessa daga, þeir sem nýta þjónustu Frístundar að öllu jöfnu þurfa ekki að skrá börn sín sérstaklega.  Þeir sem ekki nýta Frístund að jafnaði eru hins vegar beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi í síma 4604111 eða netfang hrafnhildurst@akmennt.is ef þeir hyggjast nýta þjónustu Frístundar þessa daga..