Hver ætli eigi þessar bleiku tær?
Liðin vika var sannarlega viðburðarík í Naustaskóla og hefur margt á dagana drifið eins og reyndar alltaf.. Við höfðum
rýmingaræfingu sem gekk prýðilega fyrir sig svo nú vita allir hvað gera skal ef brunakerfið fer í gang! Fyrsti bekkur hafði búningadag,
þau fengu fullt af foreldrum í heimsókn og sungu á samverustund, nemendur í 2.-3. bekk voru margt að bauka, búa til dreka, í umferðartalningu
o.fl., svo var bleikur dagur hjá okkur og margt margt fleira skemmtilegt í gangi.. Myndir vikunnar má
nálgast hér.. Spurning vikunnar er hins vegar: Hver á þessar bleiku tær sem sjást hérna á myndinni til hliðar?