14.01.2014
Fimmtudagurinn 16. janúar og föstudagurinn 17. janúar eru viðtalsdagur í
Naustaskóla, þá hittast nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar og ræða saman um námið og annað sem þeim liggur á hjarta. Í
þetta sinn gefum við ekki út viðtalstíma fyrirfram, heldur sjá foreldrar sjálfir um að bóka viðtalstíma sína inni á
mentor, sjá leiðbeiningar hér.
Við vekjum athygli á því að í matsal skólans munu nemendur 10. bekkjar selja vöfflur og kaffi/djús á 350 krónur.
Það er því um að gera fyrir foreldra og börn að taka sér góðan tíma til að koma í skólann, fá sér
smá hressingu og eiga góða og uppbyggilega stund með kennaranum.. Sjáumst!