Dagana 25. og 26. janúar 2016 eru viðtalsdagar. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Foreldrar bóka sig í viðtal hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal". Leiðbeiningar má nálgast hér ef lykilorð aðstandenda vantar eða er glatað:
https://www.youtube.com/watch?v=ifwOntk280M Greinargóðar leiðbeiningar vegna bókunar í samtöl má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g Ef þið lendið í vandræðum eða óskið eftir aðstoð við þetta er um að gera að hafa samband við ritara skólans. Ef þið finnið alls enga tímasetningu sem ykkur hentar biðjum við ykkur um að hafa beint samband við viðkomandi umsjónarkennara.