22.09.2011
Dagana 28. og 29. september eru viðtalsdagar
hjá okkur, þar sem nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar fara sameiginlega yfir stöðu mála og leggja á ráðin um framtíðina.
Við höfum úthlutað ákveðnum viðtalstímum og þá
má nálgast með því að smella hér. Frístund er opin á viðtalsdögunum fyrir nemendur í 1.-4.
bekk. Þeir nemendur sem skráðir eru í Frístund að öllu jöfn geta mætt þar án sérstakrar skráningar en
foreldrar annarra nemenda í þessum bekkjum sem hafa áhuga á að nýta Frístundina eru beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi
forstöðumann Frístundar í síma 4604111 eða netfangi hrafnhildurst@akmennt.is.
Svo minnum við á að föstudagurinn 30. september er starfsdagur og þann dag er Frístund lokuð.