Viðtalsdagur

Mánudagurinn 7. október er viðtalsdagur í Naustaskóla, þá hittast nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar og ræða saman um námið og annað sem þeim liggur á hjarta. Hér má sjá tímasetningar viðtala  en við vekjum athygli á að foreldrar eru beðnir um að mæta 15 mínútum áður en viðtal hefst og skoða matsgögn með nemendum.  Þar af leiðandi eru einnig 15 mínútur á milli boðaðra viðtalstíma hjá systkinum.  Auk þess vekjum við athygli á því að í matsal skólans munu nemendur 10. bekkjar selja vöfflur og kaffi/djús á 350 krónur og til sýnis verða verk nemenda úr list- og verkgreinum.  Það er því um að gera fyrir foreldra og börn að taka sér góðan tíma til að koma í skólann, skoða sig um, fá sér smá hressingu og eiga góða og uppbyggilega stund með kennaranum..  Sjáumst!