21.09.2012
Miðvikudagurinn 26. september og fimmtudagurinn 27. september
eru viðtalsdagar í Naustaskóla. Þá mæta nemendur og foreldrar/forráðamenn í 2.-10. bekk til viðtals við umsjónarkennara.
Þar sem afar skammt er liðið frá viðtölum við nemendur 1. bekkjar eru þeir ekki boðaðir en foreldrar geta óskað eftir viðtölum og
eru þá beðnir um að hafa samband við umsjónarkennara. Viðtalstíma
má nálgast hér... Frístund er opin á miðvikudag og fimmtudag kl. 7:45-16:15 fyrir þá nemendur í 1.-4. bekk sem þar eru
skráðir að jafnaði, ekki þarf að skrá vistunartíma sérstaklega fyrirfram nema ef um er að ræða börn sem ekki nýta
þjónustu Frístundar að öllu jöfnu. Við minnum svo á að föstudagurinn 28. september er starfsdagur og þann dag er Frístund
lokuð.