Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla í gær þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023.
Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.
Óskað var eftir tilnefningum um nemendur, starfsfólk/kennara eða verkefni/skóli sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi á síðasta skólaári. Heimtur voru með besta móti en um 74 tilnefningar bárust. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, fræðslu- og lýðheilsusviði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og úr varð að 28 viðurkenningar voru valdar.
Fjórir einstaklingar fengu viðurkenningu úr Naustaskóla:
Bryndís Björnsdóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi gott viðmót, þolinmæði og lausnaleit – foreldrasamstarf
Eyþór Ingi Ólafsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera jákvæð fyrirmynd fyrir bekkjarsystkini sín
Ingólfur Árni Benediktsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera frábær fyrirmynd sem fær hópinn með sér
Kolbrún Sigurðardóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi starf sem stuðningsfulltrúi
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is