22.04.2012
Skólanefnd hefur frá
árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli
á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru
að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði
sem viðurkenning nær til. Nú er komið að því að leita eftir tilnefningum. Allir sem áhuga hafa geta tilnefnt. Frestur til að skila inn
tilnefningum er er til 3.maí 2012. Hægt er að smella hér til
að fá nánari upplýsingar og/eða skila inn tilnefningum.