01.06.2012
31. maí veitti skólanefnd
Akureyrarbæjar viðurkenningar til þeirra nemenda, starfsmanna og/eða verkefna sem þótt hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í
þriðja sinn sem skólanefnd stendur fyrir viðurkenningum af þessu tagi en þær eru í samræmi við áherslur í skólastefnu
Akureyrarbæjar. Gaman er að segja frá því að tvær viðurkenninganna tengjast Naustaskóla. Baldur Ásgeirsson, nemandi í 3.
bekk, fékk viðurkenningu "fyrir góðan námsárangur, að vera jákvæð fyrirmynd, fyrir listsköpun og tjáningu, samskiptahæfni,
frumkvæði og framlag til að auðga skólaandann.
Þá hlaut Naustaskóli viðurkenningu fyrir verkefnið Jákvæður agi með svohljóðandi umsögn: "Agastefnan
Jákvæður agi í Naustaskóla hefur farið af stað af krafti. Starfinu innan skólans hefur verið fylgt eftir með námskeiðum og kynningum
fyrir foreldrahópinn. Skólinn hefur náð góðum árangri í agamálum og nemendur skólans koma vel út í könnunum
þar sem spurt er um líðan í skólanum."
Við erum að sjálfsögðu afar stolt af þessum viðurkenningum og þökkum kærlega fyrir okkur!