Viðurkenningar skólanefndar

Brynjólfur Skúlason
Brynjólfur Skúlason
Þriðjudaginn 13. maí kl. 17.00 boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Þetta er í fimmta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Óskað var eftir tilnefningum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Einn nemandi úr Naustaskóla fékk verðskuldaða viðurkenningu en það var Brynjólfur Skúlason 7. bekk sem hlaut viðurkenningu fyrir virkni í félagsstarfi, frumkvæði, listsköpun og tjáningu.  Hér má sjá meiri umfjöllun um viðurkenningarnar og hér eru nokkrar myndir.