Laugardaginn 5. júní sl. veitti skólanefnd Akureyrarbæjar í fyrsta sinn viðurkenningar til nokkurra nemenda og starfsmanna, en veiting viðurkenninga með
þessum hætti er í samræmi við skólastefnu bæjarins. Óskað hafði verið eftir tilnefningum frá starfsmönnum, foreldrum og
stofnunum, valnefnd fór svo yfir tilnefningarnar og voru að lokum sjö nemendur og átta starfsmenn heiðraðir fyrir framúrskarandi frammistöðu. Meðal
þeirra sem hlutu viðurkenningu var Reynir Franz Valsson sem var að ljúka 2. bekk í Naustaskóla. Við óskum honum og öðrum
verðlaunahöfum innilega til hamingju! Myndir frá
afhendingu viðurkenninganna má sjá hér.