Vígsluhátíð

Laugardaginn 28. nóvember verður húsnæði skólans formlega vígt og afhent til notkunar.  Af því tilefni verður opið hús í skólanum milli 14 og 17 þar sem bæjarbúum gefst kostur á að skoða húsnæðið og kynna sér lítillega það sem hér fer fram.  7. bekkur með fulltingi foreldra mun starfrækja kaffihús og selja drykki og vöfflur á 500 kr.  Nemendur 4.-5. bekkja sýna stuttan leikþátt kl. 15 og skólastjóri verður með stutta kynningu á skólastarfinu kl. 14:30 og 16:00.   Allir velkomnir!