Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir, hófst mánudaginn 20. október. Í vikunni er kastljósi beint að ýmsu er
varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem
lítur að forvörnum í nærsamfélaginu.
Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og
tómstundastarfi.
Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri
aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum.
Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin
hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í
forvarnastarfi. Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan.Nánari upplýsingar um verkefnið má
nálgast á heimasíðu Viku 43 www.vika43.is