07.10.2009
Um daginn sátu kennarar í
1.-3. bekk námskeið um notkun námsefnisins "Vinir Zippýs" en það er alþjóðlegt forvarnarefni á sviði geðheilsu, sem fellur
sérlega vel að stefnu skólans og er hugmyndin að nýta það í yngri bekkjunum. Grundvallarhugmyndafræðin á bak við Vinir
Zippýs er einföld: Ef hægt er að kenna ungum börnum að takast á við erfiðleika þá ættu þau að vera betur í stakk
búin að takast á við vandamál og erfiðleika sem þau standa frammi fyrir á unglingsárunum og síðar á lífsleiðinni.
Námsefnið er byggt í kringum sögur sem nefndar eru „Vinir Zippýs“. Zippý er teiknimyndapersóna, nánar tiltekið
skordýr, og vinir hans er hópur af ungum börnum. Í sögunum standa þau frammi fyrir ýmsum aðstæðum sem mörg ung börn þekkja
vel og snerta m.a.: vináttu, samskipti, einmannaleika, einelti, að takast á við breytingar s.s. skilnað foreldra, missi og sorg. Smellið hér til að kynna ykkur efnið nánar!