Ágúst skólastjóri var fenginn upp á svið til að prufa eina tilraun
Á miðvikudaginn kom norskur vísindasirkus í heimsókn. Þeir félagar Magne og Ivar sýndu nemendum margar flottar og skemmtilegar tilraunir sem voru
töfrum líkastar. Börnin voru mjög spennt og supu stundum hveljur, svo spennandi var þetta allt saman. Eftir sýninguna fengu nemendur í 4.-7. bekk að
prófa að gera nokkrar tilraunir eins og að búa til bíla úr pappa, plaströrum og plasthringjum, eldflaugar og fleira skemmtilegt. Hér er hægt að sjá myndir frá þessum skemmtilega viðburði.