Vorskóli

Já það er oft gaman í 1. bekk!
Já það er oft gaman í 1. bekk!
Fimmtudaginn 27. maí ætlum við að bjóða tilvonandi nemendum 1. bekkjar ásamt forráðamönnum þeirra í heimsókn til að hitta verðandi kennara og kynna sér skólann.  Öllum forráðamönnum innritaðra barna í árgangi 2004 ætti að hafa borist svohljóðandi tölvupóstur á dögunum: Til foreldra og forráðamanna væntanlegra nemenda í 1. bekk Naustaskóla haustið 2010

Kæra foreldri

Í tilefni af væntanlegri grunnskólagöngu barns þíns í haust langar okkur að bjóða þér ásamt barni þínu á stutta kynningu í skólanum fimmtudaginn 27. maí nk. kl. 17:00.
Þar gefst nemendum og foreldrum tækifæri til að skoða skólann og hitta væntanlega umsjónarkennara, en foreldrar fá auk þess kynningu á skólanum og tækifæri til að spyrja um það sem þeim liggur á hjarta.

Skólastarfið í haust mun svo hefjast  á viðtölum foreldra og nemenda við umsjónarkennara.  Um miðjan ágúst mun ykkur því berast  boðun í viðtal 23. eða 24. ágúst en kennsla hefst svo miðvikudaginn 25. ágúst.   
Með haustinu verður einnig um að ræða frekari fræðslu um skólann og skólastarfið en það verður nánar auglýst síðar.

Nú á dögunum hafið þið væntanlega fengið póst varðandi forskráningu í Frístund (síðdegisgæslu) næsta vetur, ef einhverjir eiga eftir að skrá bið ég ykkur um að gera það sem fyrst á slóðinni
http://www.surveymonkey.com/s/W5NZRRR
Ekki er um bindandi skráningu að ræða, við göngum frá bindandi dvalarsamningum við skólabyrjun í haust, en mikilvægt fyrir okkur að fá góða hugmynd um hversu margir munu nýta sér Frístundina.

Við minnum á heimasíðu skólans,  http://www.naustaskoli.is
en þar má finna nokkuð af upplýsingum um skólann og fréttir af skólastarfinu.

Með bestu kveðjum og von um gott samstarf á komandi árum,