Nú er komið heilmikið af myndum inn á síðuna okkar frá þemadögunum vorið 2013. Þetta árið skipulögðum við
vorþemað þannig að annan daginn fóru nemendur í Kjarnaskóg en hinn daginn unnu þeir í aldursblönduðum hópum í
stöðvavinnu þar sem afar margt var brallað. Má þar nefna reiðhjólaþrif, myndbandsgerð, mósaík listaverkagerð,
vinabönd, mála parísa o.fl. á plan á skólalóðinni, búa til risasápukúlur, leysa þrautir, hreyfa sig á
margvíslegan hátt og margt fleira. Smellið hér til að sjá
myndirnar.