Laus störf

Lausar eru til umsóknar 3 stöður kennara við Naustaskóla frá 1. ágúst 2011. Leitað er að einstaklingum með mikinn metnað, sem sýnt hafa árangur í störfum sínum og leggja áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólans.  Umsóknarfrestur er til 3. maí nk.  Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum umsóknavef Akureyrarbæjar, smellið hér til að opna umsóknavefinn.

Starfssvið: Kennari sinnir kennslu nemenda í samstarfi og samvinnu við aðra starfsmenn skólans og ber ábyrgð á starfi sínu gagnvart skólastjóra.

Menntunarkröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
  • Framhaldsmenntun er æskileg

Hæfniskröfur:

  • Hefur á valdi sínu fjölbreyttar kennsluaðferðir sem taka mið af mismunandi þörfum, áhuga og getu nemenda.
  • Góð þekking á kennslu- og uppeldisfræði
  • Áhugi á kennslu og vinnu með börnum og unglingum
  • Frumkvæði og samstarfsvilji.
  • Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi.
  • Áhugi á þróunarstarfi.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla.
  • Reglusemi og samviskusemi

Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, kennslureynslu og þau verkefni sem hann hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfi kennara. Þá skal fylgja umsókninni greinargerð um hugmyndir umsækjanda og sýn hans á kennarastarfið og hvernig hann sér starf sitt sem kennara geta þróast.

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við  ráðningu í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma 460-1060.

Allar nánari upplýsingar veitir Ágúst Jakobsson skólastjóri í síma 460-4101 og netfangi agust@akureyri.is    Upplýsingar um Naustaskóla má finna á heimasíðu skólans www.naustaskoli.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Umsóknarfrestur er til 3. maí 2011

Would you like to work for the town of Akureyri?

                        Visit our webpage: www.akureyri.is/english