Vorskóli

Mánudaginn 26. maí ætlum við að bjóða tilvonandi nemendum 1. bekkjar ásamt forráðamönnum þeirra í heimsókn til að hitta verðandi kennara og kynna sér skólann.  Öllum forráðamönnum innritaðra barna í árgangi 2008 ætti nú að hafa borist svohljóðandi tölvupóstur: Sælt veri fólkið

Þessi póstur er sendur til foreldra og forráðamanna nemenda sem hafa verið innritaðir í 1. bekk Naustaskóla haustið 2014.

Í fyrsta lagi langar mig, fyrir hönd skólans, að bjóða ykkur velkomin til samstarfs við okkur, við hlökkum til að taka á móti börnum ykkar í haust.

Í öðru lagi langar okkur til að bjóða ykkur, foreldrum og væntanlegum nemendum, á stutta kynningu í skólanum mánudaginn 26. maí nk. kl. 17:00.
Þar gefst nemendum og foreldrum tækifæri til að skoða skólann og hitta væntanlega umsjónarkennara, en foreldrar fá auk þess kynningu á skólanum og tækifæri til að spyrja um það sem þeim liggur á hjarta.

Skólastarfið hjá 1. bekk í haust mun svo hefjast  á viðtölum foreldra og nemenda við umsjónarkennara.  Um miðjan ágúst mun ykkur því berast  boðun í viðtal þann 21. eða 22. ágúst en kennsla í 1. bekk hefst svo mánudaginn 25. ágúst.    Í upphafi skólaárs verður einnig um að ræða frekari fræðslu um skólann og skólastarfið en það verður nánar auglýst síðar.

Við munum minna á kynninguna með tölvupósti þegar nær dregur en endilega takið þennan tíma frá svo sem flestir geti komið - 26. maí kl. 17:00 á neðri hæð Naustaskóla.

Við minnum á heimasíðu skólans,  http://www.naustaskoli.is en þar má finna nokkuð af upplýsingum um skólann og fréttir af skólastarfinu.

Með bestu kveðjum og von um gott samstarf á komandi árum,

Ágúst Jakobsson
skólastjóri