Fréttir

Útivistardagur á morgun þriðjudaginn 2. sept.

Skóli hefst á sama tíma og venjulega, nemendur mæta kl. 8:10 á sín heimasvæði, þeim verður svo skipt í hópa og brottfarir eru uppúr kl. 8:30. Allir nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri og vel skóaðir til útiveru! · Það er frjálst nesti þennan dag en þeir sem eru í ávaxtaáskrift geta gripið sér ávöxt í nesti áður en lagt er af stað. · Þeir sem fara upp að Hömrum og vilja sulla þurfa að koma með aukaföt!! · Gönguferðir eru gönguferðir - þar er ætlast til að nemendur gangi en hjóli ekki. · Þeir sem ganga á Hlíðarfjall þurfa sérstaklega að huga að útbúnaði og nesti! · Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með í allar ferðir. · Skóladegi hjá 1.-3. bekk lýkur kl. 13:00. Skóladegi hjá 4.-10. bekk lýkur að loknum hádegisverði eftir heimkomu, þó ekki fyrr en 12:30.
Lesa meira

Útivistardegi frestað um einn dag!

Vegna veðurspár hefur verið ákveðið að fresta útivistardegi fram á þriðjudaginn 3. september.
Lesa meira

Frístund - staðfesting á skráningu

Staðfesting á skráning í Frístund skólaárið 2019-2020 fer fram fimmtudaginn 15. ágúst milli kl. 10:00 og 15:00. Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem eru með börn sín skráð og ætla að nýta þjónustu Frístundar fyrir börn sín næsta skólaár þurfa að staðfesta skráninguna. Nýskráning í Frístund þarf að staðfesta með undirskrift dvalarsamnings. Þeir sem áður hafa undirritaðan samning þurfa að staðfesta dvalartíma. Þeir sem ekki komast þennan dag hafi samband við skólann til að ákveða tíma. Forstöðumaður Frístundar verður við 15. ágúst og tekur við staðfestingum. Sími Frístundar er 460-4111 netfang: hrafnhildurst@akmennt.is. Sími Naustaskóla 460-4100 netfang: naustaskoli@akureyri.is
Lesa meira

Gæsla fyrir 1. - 3. bekk dagana 22. - 23. ágúst 2019

Fimmtudaginn 22. ágúst - skólasetningardag, er boðið upp á gæslu fyrir 1. bekk allan daginn en eftir skólasetningu fyrir nemendur í 2. - 3. bekk, fyrir þá sem þess óska. Á föstudaginn 23. ágúst er einnig boðið upp á gæslu fyrir 1. bekk fyrir hádegi frá kl. 8:00 – 13:00 - eftir hádegi opnar Frístund fyrir þá sem hafa skráð börn sín í gæslu þar.
Lesa meira

Skólasetning Naustaskóla 2019

Skólasetning í Naustaskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum: Kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekk Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum. Kennsla hjá 2.-10. bekk hefst skv. stundaskrá föstudaginn 23. ágúst en hjá 1. bekk hefst kennsla mánudaginn 26. ágúst. Foreldrar barna í 1. bekk fá nánari upplýsingar í bréfi í næstu viku þegar kennarar mæta til starfa.
Lesa meira

Föstudagurinn 31. maí

Eins og á miðvikudeginum þá eru smá breytingar á föstudeginum 31.maí. Allir bekkir í skólanum munu vera með útiveru á þessum degi (KOMA MJÖG VEL KLÆDD) . Því eldri sem börnin eru því lengur verða þau úti. Það verða líka leikir og skemmtilegheit inni í íþróttasal, frjálst nesti og það enda síðan allir saman í pylsupartý inni á matsal í hádeginu. Skóla lýkur kl. 12:00 þennan dag og þau sem eru í frístund fara beint þangað eftir mat. Kv stjórnendur
Lesa meira

Vorþemadagar - breyting á dagskrá!

Heil og sæl. Vegna veðurs og fleiri ástæðna höfum við ákveðið að breyta aðeins vorþemadögum skólans. Á morgun miðvikudaginn 29.maí verða allir nemendur skólans á stöðvum í skólanum. Skólanum lýkur klukkan 12:00 og börn sem eru skráð í frístund fara þangað strax eftir mat. Á föstudeginum 31.maí má koma með frjálst nesti og endar dagurinn með pylsuveislu í hádeginu. Dagskráin á þessum degi mun einnig breytast aðeins. Við mælumst til að börnin komi vel klædd til útiveru í skólann þessa daga. Kveðja stjórnendur Naustaskóla
Lesa meira

Skólaslit 4.júní - frístund lokuð

Skipulagið er eftirfarandi: Kl. 09:00 mæta nemendur 1. 3. 5. 7. og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. Kl. 11:00 mæta nemendur 2. 4. 6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. Frístund er lokuð á skólaslitadaginn. Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð í boði 9. bekkjar
Lesa meira

Mánudagur 27. maí - Kynning fyrir nemendur í 1. bekk haustið 2019 og foreldra þeirra

Mánudaginn 27. maí verður stutt kynning fyrir verðandi nemendur í 1. bekk haustið 2019 og foreldra þeirra. Kynningin hefst á sal skólans kl. 17:00. Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma.
Lesa meira

Uppskeruhátíð lestrarátaks - myndir

Hér koma myndir frá uppskeruhátíð lestrarátaks þann 9. maí sl. Lestrarhestar voru verðlaunaðir, afrísk slagverkshljómsveit heiðraði okkur nærveru sinni og foreldrafélagið bauð öllum upp á ís. Sjá myndir hér...
Lesa meira