01.10.2018
Sælir foreldrar barna í 1. bekk
Skólafærninámskeið fyrir foreldra nýnema í Naustaskóla verður haldið í dag 1. október kl. 17:00-19:00.
Námskeið af þessu tagi eru haldin árlega fyrir foreldra nýnema, en markmiðið með þeim er að fræða foreldra um skólann okkar og grunnskólakerfið almennt. Dagskrá þess verður sem hér segir: Kennarar í 1. bekk kynna kennsluaðferðir og skipulag í 1. bekk. Veittar verða ýmsar upplýsingar tengdar starfsháttum, stefnu og agastefnu Naustaskóla. Kynning á stoðþjónustu, Mentor og upplýsingamiðlun til foreldra.
Helga Jónsdóttir, ráðgjafi í Jákvæðum aga, mun kynna fyrir foreldrum Jákvæðan aga, sem er agastefna Naustaskóla.
Ætlast er til að foreldrar/forráðamenn nemenda í 1. bekk mæti á námskeiðið. Boðið verður upp á barnagæslu meðan á námskeiði stendur.
Vonandi sjáum við sem flesta!
Bryndís skólastjóri, Sigríður Jóna og Vala Björt, kennarar í 1. bekk og Þórey íþróttakennari.
Lesa meira
24.09.2018
Í morgun fór fram fyrsta brunaæfing vetrarins í Naustaskóla. Nemendur og starfsfólk fengu að þessu sinni að vita af aðgerðinni fyrirfram og í kjölfarið fóru stjórnendur yfir verklag og framkvæmd rýmingarinnar. Nemendur stóðu sig vel og voru fljótir að koma sér út úr húsi í röðum og út á íþróttavöll.
Lesa meira
18.09.2018
Því miður verðum við að fresta Norræna skólahlaupinu sem átti að vera á morgun vegna slæmrar veðurspár. Stefnum að því að hlaupa eftir viku eða miðvikudaginn 26. sept.
Lesa meira
17.09.2018
Á miðvikudaginn 19. sept. er Norræna skólahlaupið. Við stefnum að því að allir hlaupi / skokki / labbi milli klukkan 10 og 11.
Að sjálfsögðu biðjum við alla að koma vel klædd til útiveru og hreyfingar, t.d. góða skó.
Kveðja,
íþróttakennarar
Lesa meira
17.09.2018
Ath. frestun á skólafærninámskeiði!
Af óviðráðanlegum orsökum þá frestum við skólafærninámskeiðinu fyrir foreldra 1. bekkjar sem vera átti miðvikudaginn 19. september. Nýr tími fyrir námskeiðið verður mánudaginn 1. október kl. 17 – 19. Boðið er upp á barnagæslu á meðan námskeiðið stendur.
með kveðju Bryndís skólastjóri.
Lesa meira
12.09.2018
Skólafærninámskeið fyrir foreldra nýnema í Naustaskóla verður haldið miðvikudaginn 19. september kl. 17:00-19:00.
Námskeið af þessu tagi eru haldin árlega fyrir foreldra nýnema, en markmiðið með þeim er að fræða foreldra um skólann okkar og grunnskólakerfið almennt. Dagskrá þess verður sem hér segir: Kennarar í 1. bekk kynna kennsluaðferðir og skipulag í 1. bekk. Veittar verða ýmsar upplýsingar tengdar starfsháttum, stefnu og agastefnu Naustaskóla. Kynning á stoðþjónustu, Mentor og upplýsingamiðlun til foreldra.
Helga Jónsdóttir, ráðgjafi í Jákvæðum aga, mun kynna fyrir foreldrum Jákvæðan aga, sem er agastefna Naustaskóla.
Ætlast er til að foreldrar/forráðamenn nemenda í 1. bekk mæti á námskeiðið. Boðið verður upp á barnagæslu meðan á námskeiði stendur.
Lesa meira
12.09.2018
Við minnum á að á föstudaginn nk. 14. september er starfsdagur í skólanum og því enginn skóli hjá nemendum. Frístund er lokuð þennan dag.
Lesa meira