21.02.2018
Að gefnu tilefni viljum við benda á verklagsreglur frá fræðslusviði Akureyrarbæjar á heimasíðu okkar varðandi viðbrögð og ábyrgð foreldra í óveðrum:
Lesa meira
14.02.2018
• Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri.
• Fimmtudaginn 15. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli án endurgjalds.
Opið verður frá kl. 10-19. Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í afgreiðslu Hlíðarfjalls.
• Föstudaginn 16. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið frítt í Sundlaugina á Akureyri (opið frá kl. 6.45-21.00),
Glerárlaug (opið frá kl. 6.30-21.00) og sundlaugina í Hrísey (opið frá kl. 15-18).
Frítt verður fyrir sama hóp í sundlaugina í Grímsey laugardaginn 17. febrúar (opið frá kl. 14-16).
Lesa meira
09.02.2018
Mánudaginn 12. febrúar er búningaball fyrir 1.-3. bekk kl. 16:30-18:00 og 4. - 7. bekk í Naustaskóla kl. 18:00 - 19:30. Nemendur eiga endilega að mæta í búningum. Aðgangseyrir er 500 krónur og innifalið er popp fyrir 1.-3. bekk en fyrir 4.-7. bekk verður verður sjoppa á staðnum. Það verður mikið tjúttað, farið í leiki og haft gaman.
Böllin eru fjáröflun fyrir 10. bekk, sem er að fara í skólaferðalag í vor.
Lesa meira
30.01.2018
Útivistardagurinn tókst með afbrigðum vel og veðrið með besta móti, bjart og fallegt í fjallinu og nemendur og starfsfólk komu til baka með bros á vör og rauðar kinnar!
Hér má sjá myndir frá vel heppnuðum degi.
Lesa meira
26.01.2018
Við minnum á að á mánudaginn nk. er starfsdagur og því enginn skóli en frístund er opin. Á þriðjudag er svo útivistardagur ef veður leyfir, sjá áður sent skipulag.
Lesa meira
24.01.2018
Við viljum minna ykkur kæru foreldrar á að kíkja nú á óskilamuni sem allt of mikið er af, þegar þið mætið í viðtölin á morgun og föstudag. Búið er að safna fötunum saman fyrir framan matsal. Eftir mánudaginn munum við senda allt í Rauða krossinn!! Enn fremur viljum við ítreka að merkja öll föt!
Lesa meira
24.01.2018
Þriðjudaginn 30. janúar er fyrirhugaður skíðadagur. Hér má sjá skipulag dagsins:
Lesa meira
22.01.2018
Nk. fimmtudag og föstudag verða viðtalsdagar hér í skólanum og því engin kennsla en nemendur eiga að mæta með foreldrum í viðtölin. Á mánudaginn er svo starfsdagur og frí hjá nemendum. Frístund verður opin alla þessa daga frá kl. 08:00-16:15 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira