26.03.2018
Eftir vel heppnaða árshátíð og mikla vinnu síðustu vikna fyrir hana var uppbrotsdagur í skólanum sl. föstudag. Stöðvar voru settar upp um allan skóla þar sem boðið var upp á dans, spil, föndur, leiki í íþróttahúsinu og horft á bíómyndir. Nemendur og starfsfólk mætti í sparifötunum og í hádeginu var boðið upp á hátíðarmat. Nemendur og starfsfólk héldu því glaðbeittir í frí og óskum við öllum gleðilegra páska. Hér má sjá myndir frá deginum!
Lesa meira
23.03.2018
Í gær áttu nemendur, foreldrar og starfsfólk Naustaskóla ljómandi góðan dag á árshátíðinn okkar. Á sviðinu unnust óteljandi leiksigrar og leikgleðin var allsráðandi. Við þökkum foreldrum og aðstandendum kærlega fyrir að koma og taka þátt í þessum degi með okkur. Fyrir hönd 10. bekkjar þökkum við kærlega fyrir allt kaffibrauðið sem þið foreldrar lögðuð til. Það gladdi munn og maga.
Lesa meira
19.03.2018
Undirbúningur fyrir árshátíðina á fimmtudaginn er nú í fullum gangi og æfingar og generalprufur standa yfir.
Lesa meira
07.03.2018
Skólanum barst á dögunum höfðingleg peningagjöf frá foreldrafélaginu til kaupa á bókum á bókasafnið að upphæð 100.000 kr. og nú hafa hillur verið fylltar af nýjum bókum. Þessi gjöf kemur sér aldeilis vel í miðju lestarátaki skólans og lestrarormurinn lengist og lengist og nær nú yfir hálfan matsalinn.
Lesa meira
28.02.2018
Í gær, þriðjudag, var öllum nemendum í 1. - 4. bekk boðið í leikhús í Hofi á sýninguna Heyrðu villuhrafninn á vegum verkefnisins List fyrir alla. Farið var með rútum fram og til baka og gékk ferðin ljómandi vel og nemendur nutu sýningar.
Lesa meira
27.02.2018
Í gær fór fram hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Dómarar voru þau Svanbjörg Sverrisdóttir, Bryndís Arnardóttir og Þorgeir Rúnar Finnsson. Það voru þær Telma Ósk Þórhallsdóttir, Salka Sverrisdóttir og til vara Vilhjálmur Sigurðsson sem valin voru fyrir hönd Naustaskóla til að taka þátt í aðal keppninni sem fram fer á sal Menntaskólans á Akureyri þann 7. mars nk.
Lesa meira
26.02.2018
Síðastliðinn föstudag 23. febrúar var svokölluð Starfamessa haldin í annað sinn fyrir 9 og 10 bekkinga grunnskólanna á Akureyri. Um 30 fyrirtæki og stofnanir á Akureyri komu saman í HA og kynntu störfin og menntun innan síns fyrirtækis. Virkilega skemmtilegur og vel heppnaður dagur.
Lesa meira
22.02.2018
Opið hús í grunnskólum Akureyrar 2018 verður 22. og 23. febrúar, frá kl. 09:00 - 11:00. Skólunum er skipt niður á þessa tvo daga eins og hér segir:
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018, kl. 09:00 - 11:00
Brekkuskóli
Glerárskóli
Lundarskóli
Naustaskóli
Föstudaginn 23. febrúar 2018 kl. 09:00 - 11:00
Giljaskóli
Oddeyrarskóli
Síðuskóli
Lesa meira