Fréttir

Vorþemadagar í sól og blíðu.

Í gær og dag vorum vorþemadagar í Naustaskóla. Nemendur skólans skiptust á stöðvar við skólann annan daginn, og nutu náttúrunnar í Kjarnaskógi hinn daginn. Veðrið lék við okkur þessa daga sem gerði útiveruna ánægjulega, bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
Lesa meira

Vorball í dag!

Upplýsingar um ballið í dag.
Lesa meira

Vorball!! Fjáröflun fyrir Reykjaferð

Halló halló Það er styttist í skólaslitin en þó nægur tími til að halda loka ball. Fimmtudaginn 31. maí er stefnt að allsherjar vorballsgleði en ballið er fjáröflun fyrir Reykjaferð 6. bekkjar í haust. Tvískipt að vanda & tímasetningar ekki svo óþekktar. 1. - 3. bekkur frá 16:00 – 17:30 4. - 7. bekkur frá 17:30 -19:00 Aðgangseyrir er 500 krónur & innifalið svalandi drykkur og brakandi poppkorn. Það verður gleði & gaman, dönsum svolítið saman!
Lesa meira

Stúlkur úr Naustaskóla unnu stuttmyndakeppni

Stuttmyndakeppnin Stulli fór fram í Rósenborg sl. föstudag. Það voru þær Ásta Þórunn, Sara Elísabet og Jennifer sem unnu keppnina með myndinni "Ekki anda"! Þema myndanna í ár var vísindaskáldskapur og hrollvekjur. Við óskum stúlkunum innilega til hamingju. Hér má sjá nánar um keppnina og hægt að horfa á myndina.
Lesa meira

Lestrarátak hefst

Í morgun áttum við góða stund á sal þegar lestrarátaki var hrint af stað. Við fengum til okkar Arnar Má Arngrímsson rithöfund sem las úr bók sinni Sölvasaga unglins. Í lestrarátakinu er lögð áhersla á að nemendur kynni bókina sem þeir lesa. Við hvetjum foreldra til að taka þátt í lestrarátakinu með okkur með því að hjálpa til við val á bókum og ræða um efni og söguþráð bókanna. Hér má sjá nokkrar myndir frá morgninum.
Lesa meira

Sumarball fyrir 7.-10.bekk.

Sumarball á vegum 10. bekkjar verður haldið í Naustaskóla í kvöld frá kl. 21:00-24:00. 7. bekkingar fara þó heim kl. 23:00. Aðgangseyrir er 1000 kr. og sjoppa verður á staðnum.
Lesa meira