Fréttir

Peysusala 10. bekkjar

Á viðtalsdaginn, fimmtudaginn 26. okt verður 10. bekkur með sölu á skólapeysum sem kosta 6000 krónur. Einnig verða til sölu bolir á 2500 krónur. Ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð bekkjarins.
Lesa meira

Hrekkjavökuball mánudaginn 23. október fyrir 1.-3. bekk og 4.-7. bekk

7. bekkur stendur fyrir hrekkjavökuballi mánudaginn 23. október sem er liður í fjáröflun fyrir Reykjaferð þeirra. Ball fyrir 1.-3. bekk verður kl. 16:00-17:30 Aðgangseyrir er 500 kr, innifalið er svali og popp. Ball fyrir 4.-7. bekk verður kl. 18:00-19:30 Aðgangseyrir er 500 kr, sjoppa verður á staðnum. Upplagt er að mæta í búningi og verðlaun verða veitt fyrir besta búninginn!
Lesa meira

Kæra skólasamfélag

Kæra skólasamfélag. Í ljósi umræðna á Facebook og í fjölmiðlum um atvik sem átti sér stað á skólalóðinni á miðvikudagsmorgun, vilja stjórnendur skólans koma því á framfæri að brugðist var strax við og starfsmenn skólans fylgdu málinu vel eftir. Okkur þykir miður hversu neikvæð umræða hefur skapast í kringum skólann okkar. Við erum ávallt tilbúin til að ræða málin og hvetjum því foreldra til að koma beint til skólans hafi þeir áhyggjur eða vangaveltur varðandi skólastarfið. Starfsfólk Naustaskóla sinnir starfi sínu af alúð og heilindum og hefur hagsmuni nemendanna að leiðarljósi.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla

Kæru foreldrar, Nú er komið að því að halda árlegan aðalfund foreldrafélags skólans. Hann verður haldinn fimmtudaginn 5. október kl. 20:00 – 21:00 í sal skólans og verður bæði byrjað og stoppað á réttum tíma. Í upphafi fundar mun Eyrún Kristína Gunnarsdóttir, sálfræðingur vera með erindi um kvíða barna og bjargráð við honum. Að erindi hennar loknu munu fara fram almenn aðalfundarstörf Foreldrafélagið er vettvangur foreldra til að kynnast og taka virkan þátt í menntun og starfi barna sinna og mikilvægt að foreldrar séu virkir í því starfi svo að það takist sem best :) Gert er ráð fyrir að einn fulltrúi frá hverju heimili mæti á aðalfundinn og hlökkum við til að sjá ykkur sem flest, Kaffi og með því á fundinum … og við hættum á slaginu 21:00 :) Stjórnin
Lesa meira

Úrslit kosninga í nemendaráð

Í dag fóru fram kosningar í nemendaráð. Frambjóðendur komu upp og kynntu sig og í kjölfarið var gengið til kosninga. Í nemendaráði þennan vetur munu eftirfarandi nemendur starfa: Unglingadeild: Vilhjálmur Tumi, Breki Mikael Adamsson, Thelma Ósk Þórhallsdóttir og Ævar Freyr Valbjörnsson. 7. bekkur: Hildur Sigríður Árnadóttir, varamaður Eyþór Logi Ásmundsson 6. bekkur: Tinna Malín Sigurðardóttir, varamaður Dagbjartur Búi Davíðsson 5. bekkur: Aron Daði Stefánsson, varamaður Hekla Himinbjörg Bragadóttir 4. bekkur: Atlas Nói Einvarðsson, varamaður Frosti Orrason
Lesa meira