17.08.2017
Skólasetning í Naustaskóla verður þriðjudaginn 22. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum:
Kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekk
Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum. Kennsla hjá 2.-10. bekk hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst en hjá 1. bekk hefst kennsla fimmtudaginn 24. ágúst.
Lesa meira
03.08.2017
Fer fram 15. ágúst milli kl. 10:00 og 15:00
Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem eru með börn sín skráð og ætla að nýta þjónustu Frístundar fyrir börn sín næsta skólaár staðfesti skráninguna.
Nýskráning í Frístund þarf að staðfesta með undirskrift dvalarsamnings. Þeir sem ekki komast þennan dag hafi samband við skólann til að ákveða tíma.
Forstöðumaður Frístundar eða ritari verða við 15. ágúst og taka við staðfestingum.
Sími Frístundar er 460-4111 netfang kristjana@akmennt.is
Sími Naustaskóla 460-4100
Lesa meira
03.08.2017
Akureyrabær hefur ákveðið að útvega nemendum í grunnskólum bæjarins öll helstu námsgögn nú á þessu skólaári. Skólatöskur og íþrótta- og sundfatnað þurfa nemendur þó að koma með sjálfir.
Lesa meira
06.06.2017
Föstudaginn 2. júní var Naustaskóla slitið í 8. sinn. Um morguninn fengu yngri nemendur vitnisburð sinn afhentan og kvöddu kennara sína og starfsfólk. Seinnipart dags útskrifuðust svo 31 nemandi úr 10. bekk og einn nemandi úr 9. bekk við hátíðlega athöfn. Eftir athöfnina buðu 9. bekkingar og foreldrar þeirra upp á kaffi og meðlæti.
Lesa meira
24.05.2017
Skólaslit Naustaskóla verða föstudaginn 2. júní.
Skipulagið er eftirfarandi:
Kl. 9:00 mæta nemendur 1. 3. 5. 7. og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
Kl. 11:00 mæta nemendur 2. 4. 6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð í boði 9. bekkjar.
Lesa meira
22.05.2017
Hér má sjá nokkur skemmtileg myndbönd sem nemendur í 6. og 7. bekk gerðu í Dans og Stop motion smiðju í vetur.
Lesa meira
16.05.2017
Þessa dagana fer fram grunnskólakeppni UFA í frjálsum íþróttum í Boganum. Í morgun var keppni 4. bekkinga í grunnskólum Akureyrar og gerði Naustaskóli sér lítið fyrir og sigraði keppnina! Til hamingju 4. bekkur!!
Lesa meira