Fréttir

Námskeið fyrir foreldra barna með einhverfu á Akureyri - 19. nóvember.

Námskeiðið er ætlað til að aðstoða foreldra til að takast á við greiningu og fræðast um einhverfu. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum frá fagfólki og umræðum. Fyrirlesarar eru frá Laufey Gunnarsdóttir frá Greiningarstöð, Andrés Ragnarsson sálfræðingur og Benedikt Bjarnason foreldri barns með einhverfu og verður haldið á Strikinu þann 19. nóvember kl. 11-16 og boðið er upp á léttan hádegisverð og kaffi. Þessi námskeið hafa verið haldin nokkrum sinnum í Reykjavík þar sem móttökur hafa verið frábærar og fullt hefur verið út úr dyrum. Við vonum að það verði einnig raunin á Akureyri og hvetjum foreldra barna á einhverfurófinu til að skrá sig.
Lesa meira

Fréttabréf nóvembermánaðar

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út sjá hér......
Lesa meira

Hrekkjavökuball fimmtudaginn 27. október fyrir 1.-3. bekk og 4.-6. bekk

Fimmtudaginn 27. október stendur 7. bekkur fyrir Hrekkjavökuballi fyrir yngri nemendur og er það fjáröflun þeirra fyrir Reykjaferð í nóvember. 1.-3. bekkjar ball verður kl. 16:00 - 17:30 Popp og svali innifalið. 4.-6. bekkjar ball verður kl. 18:00 - 19:30 Sjoppa á staðnum. Aðgangangseyrir er 500 kr. Draugahús, spámaður, limbókeppni og fleira skemmtilegt verður í boði fyrir krakkana. Endilega hvetjið börnin til að mæta í búningi.
Lesa meira

Kaffi- og fatasala á viðtalsdegi - fjáröflun 10. bekkjar

Á morgun fimmtudag á viðtalsdegi verður 10. bekkur með kaffisölu til fjáröflunar. Hægt verður að kaupa: Rúnstykki með smjöri og osti á 300 kr. 5 stk. kleinur í poka á 300 kr. 10 stk. kleinur í poka á 500 kr. Kaffi og djús verður í boði. Einnig verður fatasala, sjá auglýsingu. Vinsamlegast athugið að ekki er posi á staðnum!
Lesa meira

Foreldraviðtöl - Frístund - Vetrarfrí

Minnum á að í þessari viku eru foreldraviðtöl á fimmtudag. Þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal á boðuðum tímum hjá umsjónarkennara. Á föstudag og mánudag er vetrarfrí í skólanum. Frístund er opin sem hér segir: Fimmtudag opið frá kl. 07:45-16:15. Föstudag LOKAÐ Mánudag opið frá kl. 07:45-16:15.
Lesa meira

Úrslit úr kosningum í nemendaráð

Í dag fór fram kosning í nemendaráð Naustaskóla. Frambjóðendur stóðu sig með afbrigðum vel í kosningabaráttunni og lögðu sumir mikla vinnu í kynningar undanfarna daga. Í dag bauðst þeim svo að halda framboðsræðu á sal sem flestir nýttu sér og komu þar fram ýmis baráttumál, m.a. má nefna frjálsan tíma í frímínútum, hafa hamborgara oftar í matinn og hafa nammidaga í skólanum. Í kjölfarið fóru fram spennandi kosningar. Kosnir voru fulltrúar allra bekkja og úrslit urðu sem hér segir:
Lesa meira

Fréttabréf Októbermánaðar

Hér kemur loks fréttabréf Naustaskóla.
Lesa meira

Opnunarhátíð Íþróttahússins

Í dag var haldin opnunarhátíð nýja íþróttahússins. Nemendur og kennarar gengu fylktu liði í skrúðgöngu um salinn, Víkingaklappið var tekið, dansinn dunaði og skúffukaka var í boði. Hér má sjá nokkrar myndir frá opuninni....
Lesa meira