Fréttir

Innkaup námsgagna

Skólinn annast innkaup á námsgögnum fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir það, en foreldrar þurfa að versla lítillega fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Ef einhver óskar eftir að annast öll innkaup sjálfur þarf viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista. Námsgagnagjald ársins er kr. 3.200.- fyrir alla nemendur. Foreldrar eru beðnir um að greiða gjaldið inn á reikning 565-26-460110, kt. 460110-1140, fyrir 22. ágúst. Vinsamlegast setjið nafn barns sem skýringu/tilvísun. (Allir nemendur þurfa svo að sjálfsögðu að eiga íþrótta- og sundfatnað og frá og með 4. bekk er gert ráð fyrir að nemendur séu í skóm í inniíþróttum.) Smellið á fyrirsögnina til að nálgast innkaupalista fyrir 4.-10. bekk!
Lesa meira

Nýr skólastjóri við Naustaskóla

Fréttatilkynning á heimasíðu skóladeildar Nýr skólastjóri Naustaskóla Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra við Naustaskóla en fræðslustjóri gerði að tillögu sinni að Bryndís Björnsdóttir, starfandi deildarstjóri, yrði ráðin sem skólastjóri. Bryndís var valin úr hæfum hópi umsækjenda en alls bárust fimm umsóknir um stöðu skólastjóra í Naustaskóla. Við mat á hæfni umsækjenda var skráðu ráðningarferli fylgt, tekin voru viðtöl við þrjá umsækjendur, leitað umsagna og formlegt og ítarlegt mat fór fram. Formaður skólanefndar sat viðtölin og var tillaga fræðslustjóra borin upp við skólanefnd sem samþykkti valið. Bryndís Björnsdóttir er menntaður þroskaþjálfi, með BA.-próf í sérkennslufræðum og M.Ed.-próf í menntunarfræðum. Bryndís hefur langa starfsreynslu, bæði sem kennari og stjórnandi og hefur starfað sem deildarstjóri og staðgengill skólastjóra í Naustaskóla frá upphafi. Bryndís mun formlega taka við starfi skólastjóra Naustaskóla 1. ágúst næstkomandi. Við óskum Bryndísi innilega til hamingju með stöðuna og óskum henni jafnframt velfarnaðar í spennandi og krefjandi starfi í framsæknum skóla sem er í stöðugri þróun. Kærleikskveðja, Soffía Vagnsdóttir Fræðslustjóri Akureyrar netfang: soffiav@akureyri.is
Lesa meira

Skólaslit í Naustaskóla 2016

Mánudaginn 6. júní var Naustaskóla slitið. Um morguninn komu yngri nemendur og fengu vitnisburð sinn afhentan og seinnipart dags útskrifuðust 31 nemandi úr 10. bekk við hátíðlega athöfn. Eftir athöfn buðu 9. bekkingar og foreldrar þeirra upp á kaffi og meðlæti. Við athöfnina var Ágúst skólastjóri kvaddur og honum þakkað hans framlag við stofnun og mótun Naustaskóla eins og hann er í dag. Hans verður saknað úr skólasamfélagi Naustaskóla og óskum við honum velfarnaðar á nýjum slóðum.
Lesa meira

Vorhátíð Naustahverfis

Vorhátíð Naustahverfis í umsjón Naustaskóla og hverfisnefndar Naustahverfis verður haldin í og við Naustaskóla fimmtudaginn 2. júní 2016, kl. 16:15 - 19:00
Lesa meira

Skólaslit mánudaginn 6. júní

Skólaslit vorið 2016 verða mánudaginn 6. júní sem hér segir: Nemendur í 1., 3., 5., 7. og 9. bekk mæti á sal skólans kl. 11:00. Nemendur í 2., 4., 6. og 8. bekk mæti á sal skólans kl. 13:00 Útskrift 10. bekkjar kl. 17:00
Lesa meira