Fréttir

Upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í dag fór fram hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar og stóðu nemendur sig með prýði. Stóra upplestrarkeppnin verður svo haldin í Menntaskólanum á Akureyri þann 6. apríl nk. kl. 17:00. Dómarar voru Sigríður Ása Harðardóttir, Særún Magnúsdóttir og Heiða Björg Guðjónsdóttir. Það voru þau Jóna Margrét Arnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og til vara Aron Snær Eggertsson sem valin voru fyrir hönd Naustaskóla til að taka þátt í keppninni að þessu sinni.
Lesa meira

Opinn fundur um gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar

Fundur um velferð barna, unglinga og barnafjölskyldna á Akureyri verður haldinn miðvikudaginn 30. mars nk. frá kl. 17:00 – 19:00 á 2. hæð í Íþróttahöllinni við Skólastíg. Allir eiga hagsmuna að gæta þegar kemur að velferð barna, unglinga og barnafjölskyldna. Fundurinn er opinn öllum en foreldrar, ungt fólk og starfsfólk sem er í þjónustu við börn, unglinga og barnafjölskyldur er sérstaklega hvatt til að mæta. Hér gefst gott tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og áherslur Akureyrarbæjar er varðar málefnið. www.facebook.com/ velferdarstefnaakureyrar Allir velkomnir. Velferðarráð Akureyrarbæjar.
Lesa meira

Glæsileg árshátíð Naustaskóla!

Í gær var haldin glæsileg árshátíð Naustaskóla. Undanfarið hafa nemendur og starfsfólk unnið hörðum höndum við undirbúning og þrotlausar æfingar sem skilaði sér sannarlega í flottri sýningu. Myndir frá viðburðinum koma inn á næstunni.
Lesa meira

Árshátíðin okkar í gær

Öflugur hópur foreldra nemenda 10. bekkinga stóð vaktina í kaffisölunni á árshátíðinni okkar í gær!
Lesa meira

3.-4. sæti í Skólahreysti!

Naustaskóli náði góðum árangri í Skólahreysti sem fram fór í Íþróttahöllinni í gær, fimmtudaginn 16. mars þegar liðið deildi 3.-4. Sæti með Oddeyrarskóla. Giljaskóli lenti í öðru sæti en Síðuskóli bar sigur úr býtum. Keppendur frá Naustaskóla voru þau Birgir Baldvinsson, Bjarney Sara Bjarnadóttir, Helgi Björnsson og Védís Alma Ingólfsdóttir og varamenn voru þau Alexander L. Valdimarsson og Embla Sól Garðarsdóttir.
Lesa meira

Sköpun bernskunnar - sýning í Listasafninu

Vert er að vekja athygli á sýningunni Sköpun bernskunnar sem nú er opin í Listasafni Akureyrar (Ketilhúsinu), en þar eiga nemendur okkar í 2.-5. bekk verk í bland við verk starfandi listamanna og muni frá Leikfangasafninu. Nánari upplýsingar hér
Lesa meira

Árshátíð Naustaskóla 2015-2016

Árshátíð Naustaskóla skólaárið 2015-2016 verður fimmtudaginn 17. mars. Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 13:30, kl. 15:30 og kl. 17:30. Eftir hverja sýningu verða seldar kaffiveitingar, verð fyrir fullorðna er 1000 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500 kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá sýningarhópa, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér... Veitingaskipulagið á kaffisölu verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e. að öll heimili koma með einn rétt/köku. Röðun rétta eftir bekkjum verður eftirfarandi: 1. Marens 2. Heitur réttur 3. Heitur réttur 4. Pönnukökur / skinkuhorn / snúðar / flatkökur með hangikjöti 5. Pönnukökur / skinkuhorn / snúðar / flatkökur með hangikjöti 6. Skúffukaka 7. Muffins 8. Terta/kaka (annað en marens eða skúffukaka) 9. Terta/kaka (annað en marens eða skúffukaka) 10. Marens Móttaka veitinganna er í heimilifræðistofunni og koma þarf með veitingarnar fyrir kl. 12:00. Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira

Tilnefning Foreldraverðlauna 2016

Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar til Foreldraverðlauna 2016 en síðasti skiladagur er 27. apríl. Hægt er að senda inn tilnefningar hér: http://www.heimiliogskoli.is/foreldrastarf/foreldraverdlaun/tilnefning-til-foreldraverdlauna-heimilis-og-skola/ Einnig er hægt að tilnefna sérstaklega til dugnaðarforkaverðlauna: http://www.heimiliogskoli.is/foreldrastarf/foreldraverdlaun/tilnefning-dugnadarforkur/ Markmið Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik-, grunn og framhaldsskóla, og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Foreldraverðlaun eru veitt til eins verkefnis/viðfangsefnis. Heimili og skóli – landssamtök foreldra standa fyrir Foreldraverðlaunum en samtökin sjálf, stjórn eða starfsfólk tilnefna ekki verkefni, heldur vinnur dómnefnd úr innsendum tilnefningum. Niðurstöður dómnefndar byggjast á greinargerðum og rökstuðningi þeirra aðila sem tilnefndu.
Lesa meira

Fulltrúar Naustaskóla í söngvakeppni SAMFÉS

Naustaskóli átti 3 fulltrúa í söngvakeppni SAMFÉS sem fram fór í Laugardalshöll 5. mars sl. Það voru þeir Alexander Lobindzus Valdimarsson sem spilaði á píanó, Bjartur Geir Gunnarsson á trommur og Freyr Jónsson á selló. Saga Marie Petersson úr Lundarskóla sá um sönginn en þau fluttu lagið 7 years eftir Lukas Graham. Hér má sjá atriðið þeirra. http://krakkaruv.is/thattur/songkeppni-samfes-2016/troja-28
Lesa meira

Marsfréttabréfið komið út

Nú hefur fréttabréf marsmánaðar verið sent út en það er einnig hægt að nálgast hér á heimasíðunni..
Lesa meira