Fréttir

Fyrirlestur á vegum Samtaka

Kæru foreldrar barna á unglingastigi Samtaka er búið að fá Akureyringinn Sigga Gunnars, Útvarpsmann á K-100, til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 8 – 10 bekk í öllum grunnskólunum á Akureyri dagana 17. og 18. maí næstkomandi. Í tilefni þess höfum við ákveðið í samstarfi við Sigga Gunnars að bjóða einnig foreldrum upp á fyrirlestur með honum og verður hann haldinn í Giljaskóla þriðjudagskvöldið 17. maí klukkan 20:00 Fyrirlesturinn ber heitið „Vertu þú sjálfur“ og fjallar um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig, læra á sjálfan sig og samþykkja sjálfan sig og fer Siggi yfir sína sögu og tengir hana við almennar hugleiðingar. Umsögn frá Pétri Guðjóns viðburðastjóra VMA um fyrirlesturinn: Fyrirlesturinn var sérlega lifandi og einlægur. Uppbyggingin var ákvaflega forvitnileg þar sem þú skynjaðir strax að áhugaverð saga vr sögð. Saga sem kemur við svo marga varðandi mannleg samskipti og líðan. Eftir að hafa setið aftarlega í salnum varð ég að færa mig fremst því það ver sannarlega óvenjulegt að hafa fullan sal af framhaldsskólakrökkum og það var ekkert svkvaldur og varla nokkur að skoða símann sinn. Þegar ég svo horfði framan í hópinn sem hlustaði á Sigga sá ég eftirvæntingu, áhuga og jafnvel gleði. Kannski var ástæða gleðinnar sú að þessir ungu og ómótuðu einstaklingar fundu von hjá sér við að hlusta á Sigga Gunnars. Vertu þú sjálfur er frábær fyrirlestur. Vonumst til að sjá sem flesta Fyrir hönd Samtaka, Monika Stefánsdóttir, varaformaður
Lesa meira

Myndmennt - myndir

Nýjar myndir eru komnar á vefinn úr Myndmennt vetrarins undir Verkgreinar - Myndmennt.
Lesa meira

Naustaskóli með bestu mætingu í 1. maí hlaupið þriðja árið í röð!

Þriðja árið í röð var Naustaskóli með bestu mætingu í árlegt 1. maí hlaup UFA sem haldið var á laugardaginn og hlaut fyrir það viðurkenningu. Vel gert Naustaskóli!
Lesa meira

Hönnun og smíði - myndir

Nýjar myndir eru komnar inn á vefinn úr smíðaverkefnum sem finna má undir Verkgreinar - Hönnun og smíðar.
Lesa meira

Sumarball fyrir 7.-10. bekk

Sumarball Naustaskóla 2016 verður föstudaginn 29. apríl kl. 20:30-24:00 Viktor Andri þeytir skífum og heldur uppi stemningu allt kvöldið. Miðaverð 800 kr. Allir velkomnir frá 7. -10. bekk. Sjoppa verður opin og sumarstemning.
Lesa meira

Viðurkenningar skólanefndar

Opið er fyrir tilnefningar vegna viðurkenningar skólanefndar á heimasíðu skóladeildar. Eins og undanfarin ár þá er óskað eftir tilnefningum frá hverjum grunnskóla vegna nemenda og einnig er flokkur fyrir starfsfólk/verkefni á báðum skólastigum. Hægt er að tilnefna nemendur og verkefni til 10. maí næstkomandi. Hér er slóð á heimasíðu skóladeildar en þar má finna frekari upplýsingar um viðurkenningu skólanefndar: http://www.akureyri.is/skoladeild/vidurkenning-skolanefndar-2015 Ef spurningar vakna þá endilega hafið samband.
Lesa meira

1. maí hlaup 2016

Eins og undanfarin ár stendur UFA fyrir 1. maí hlaupi á Akureyri. Þrjár vegalengdir verða í boði, 5 km hlaup með tímatöku, 2 km krakkahlaup og 400 m leikskólahlaup. Hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar. Í skólakeppninni geta krakkarnir valið um að hlaupa 2 eða 5 km og er 5 km hlaupið er einnig opið öðrum keppendum. Keppni hefst kl. 12:00 í krakkahlaupinu en 12:45 í 5 km - en athugið að skráningu lýkur kl. 11:00.
Lesa meira

Ball fyrir 1.-3. bekk og 4.-7. bekk.

Í dag 13. apríl heldur 10. bekkur ball fyrir 1.-3. bekk kl. 16:30 - 18:00 og fyrir 4.-7. bekk kl. 18:30 - 20:30. Það kostar 600 krónur inn og fá börnin djús og saltstangir og sjoppa er opin fyrir 4.-7. bekk. Leikir, tónlist, glens og gaman.
Lesa meira

Frá verkefnastjóra umferðarfræðslu

Ágætu foreldrar og forráðamenn. Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi. Núna fara fleiri nemendur að koma á reiðhjólum í skólann. Gæta þarf að því að öryggisbúnaður þeirra sé í lagi sem og notkun reiðhjólahjálma. Á þessari síðu er hægt að skoða fræðslumyndbönd um hjólreiðar http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/ og í þessum ágæta bæklingi er m.a. hægt að fræðast um atriði sem hafa ber í huga varðandi hjólreiðahjálma https://www.landsbjorg.is/assets/myndir/umferd/us-hjalmar%20baeklingur%20lok%202006.pdf. Á náms- og fræðsluvefnum www.umferd.is er svæði ætlað foreldrum/forráðamönnum. Hugmyndin er að leita eftir samstarfi við foreldra um leiðir sem þeir telja að komi sér vel í umferðarfræðslunni. Við þiggjum með þökkum allar hugmyndir og ábendingar frá ykkur. Hægt er að senda þær á netfangið hildur.karen.adalsteinsdottir@akranes.is eða hafa samband við Hildi Karen í síma 433 1403. Athygli er vakin á að: • samkvæmt 40. gr. umferðarlaga mega börn yngri en 7 ára ekki vera hjólandi í umferðinni nema í fylgd með 15 ára og eldri. • eigi má reiða farþega á reiðhjóli eða rafvespu. Þó má vanur reiðhjólamaður sem náð hefur 15 ára aldri reiða barn yngra en 7 ára en ber þó að nota viðeigandi öryggissæti og búnað. • best er að nota hjálm, það er eina vitið. Börnum yngri en 15 ára er skylt að nota reiðhjólahjálma og viðeigandi hlífðarbúnað þegar þau ferðast um á reiðhjólum, rafvespum, hjólabrettum og línuskautum. Með hjólakveðju
Lesa meira

Myndir frá árshátíð

Hér má sjá myndir sem Árni Hrólfur Helgason tók á árshátíðnni: https://picasaweb.google.com/108257915774973898790/ArshatiNaustaskola2016
Lesa meira