Fréttir

Foreldrafélag Naustaskóla minnir á aðalfund félagsins í kvöld

Heil og sæl kæru foreldrar. Foreldrafélag Naustaskóla minnir á aðalfund félagsins sem haldinn verður á sal skólans kl. 20.00 í kvöld. Ætlast er til að fulltrúi frá hverju heimili mæti á fundinn sem lýkur eigi síðar en kl. 21.00. Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur Stjórn foreldrafélagsins Áshildur Hlín Valtýsdóttir BEd, ACC markþjálfi s: 842-2711 asahlinv@hotmail.com ashildurhlin@gmail.com
Lesa meira

Íþróttahúsið tekið í notkun

Mikill gleðidagur er í Naustaskóla í dag þegar hið langþráða íþróttahús er loks tekið í notkun. Starfsfólk og nemendur eru alsælir með góða aðstöðu og hlakka til að njóta og nýta.
Lesa meira

Vatnstjón í Naustaskóla

Það var ekki skemmtileg aðkoman á mánudagsmorgni í Naustaskóla. Vatnstjón varð í starfsmannaálmu vegna stíflaðra niðurfalla. Slökkvilið og ræstitæknar komu og hreinsuðu vatnið upp en ljóst er að talsvert tjón hefur orðið á munum skólans.
Lesa meira

Foreldrafundi frestað til 28. september

Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins um tvær vikur, en hann átti að vera í kvöld kl 20.00. Hér með er því boðað til aðalfundar miðvikudaginn 28. september kl. 20.00 á sal skólans. Foreldrum og forráðamönnum er bent á að ætlast er til að aðili frá hverju heimili mæti á fundinn. Farið verður yfir hefðbundin aðalfundarstörf en megináhersla lögð á að skipuleggja bekkjarkvöld komandi skólaárs. Það verkefni skal unnið í sameiningu af foreldrum hvers bekkjar og er reiknað með miklum krafti í starfinu á komandi vetri! Bestu kveðjur f.h. stjórnar, Áshildur
Lesa meira

Morgunfundir foreldra 5.-9. september

Vikuna 5. – 9. september bjóðum við foreldrum á morgunfundi með kennurum. Fundirnir eru frá kl. 8:10 – 9:10. Þar er um að ræða kynningu fyrir foreldra á starfi barna þeirra í skólanum o.fl. auk þess sem tækifæri gefst til umræðna og fyrirspurna. Hér fyrir neðan má sjá skipulag morgunfundanna. Mánudaginn 5. september – 8.-10. bekkur kl. 8:10 – 9:10 • Nemendur mæta í skólann kl. 9:10 Þriðjudaginn 6. september 6. – 7. bekkur kl. 8:10 – 9:10 • Nemendur mæta kl. 9:10 Miðvikudagurinn 7. september 4. – 5. bekkur kl. 8:10 – 9:10 Nemendur mæta samkvæmt stundarskrá. Fimmtudagurinn 8. september 2. -3. bekkur kl. 8:10 – 9:10 Nemendur mæta samkvæmt stundarskrá.
Lesa meira

6. bekkur um borð í Húna II

Í gær fór 6. bekkur ásamt kennurum í vettvangsferð á sjó í bátnum Húna II. Hollvinir Húna II standa fyrir ferðum fyrir alla 6. bekkinga á Akureyri í samstarfi við skóladeild Akureyrarbæjar og Háskólann á Akureyri. Hér má sjá myndir úr ferðinni...
Lesa meira

Opinn fyrirlestur í Brekkuskóla á vegum ADHD samtaka

Fimmtudaginn 1. september bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll-ráðgjafarmiðstöð, félagsmönnum sínum á Norðurlandi upp á opinn fyrirlestur. Í fyrirlestrinum fer Aðalheiður Sigurðardóttir, stofnandi Ég er unik verkefnisins, yfir hennar lærdómsríka ferðalag sem mamma barns á einhverfu rófi. Sjá nánar auglýsingu..
Lesa meira

Myndir frá útivistardeginum 26. ágúst.

Í gær var útivistardagur í Naustaskóla sem tókst með prýði þrátt fyrir þokuna sem læðist inn fjörðinn okkar þessa dagana. Nemendur völdu sér stöðvar og dreifðust m.a. upp í Hlíðarfjall, Fálkafell, veiddu á Torfunesbryggjunni, sulluðu í tjörninni á Hömrum, hjóluðu Eyjafjarðarhringinn og á Þórsvelli voru settar upp leikjastöðvar. Hér má sjá myndir af vel heppnuðum degi. https://goo.gl/photos/jqsFp5rV9ksvaFTH6
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum: Kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekk og kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk. Nemendur í 1. bekk og forráðamenn mæta í viðtöl á skólasetningardaginn eða þriðjudaginn 23. ágúst, tölvupóstur með upplýsingum varðandi viðtölin hjá 1. bekk verður sendur út á næstu dögum. Kennsla hjá 2.-10. bekk hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 24. ágúst. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum.
Lesa meira

Frístund - staðfesting fyrir skólaárið 2016-2017

Fer fram 15. ágúst milli kl. 10:00 - 15:00 Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem eru með börn sín skráð og ætla að nýta þjónustu Frístundar fyrir börn sín næsta skólaár - staðfesti skráninguna. Nýskráning í Frístund þarf að staðfesta með undirskrift dvalarsamnings. Þeir sem ekki komast þennan dag hafi samband við skólann til að ákveða tíma. Forstöðumaður Frístundar eða ritari verða við 15. ágúst og taka við staðfestingum Sími Frístundar er 460-4111 netfang hrafnhildurst@akmennt.is Sími Naustaskóla 460-4100
Lesa meira