Fréttir

Útivistardagur á þriðjudaginn (2.feb)

Þriðjudaginn 2. febrúar er áformaður útivistardagur í Naustaskóla (ef veður leyfir) þar sem okkur býðst að fara í Hlíðarfjall. Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða. Unnið er að því að kanna þörf fyrir búnað fyrir nemendur og þurfum við að senda þær upplýsingar upp í fjall fyrir vikulokin. Hægt verður að fara á svigskíði, bretti, gönguskíði eða jafnvel fara í gönguferð. Við komuna í fjallið fá nemendur lyftukort sem gilda allan daginn og geta eldri nemendur nýtt sér það ef vilji er til, en athugið að skila þarf inn lánsbúnaði um hádegi, þegar rútur á vegum skólans fara heim.
Lesa meira

Viðtalsdagar á mánudag og þriðjudag

Dagana 25. og 26. janúar 2016 eru viðtalsdagar. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Foreldrar bóka sig í viðtal hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal". Leiðbeiningar má nálgast hér ef lykilorð aðstandenda vantar eða er glatað: https://www.youtube.com/watch?v=ifwOntk280M Greinargóðar leiðbeiningar vegna bókunar í samtöl má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g Ef þið lendið í vandræðum eða óskið eftir aðstoð við þetta er um að gera að hafa samband við ritara skólans. Ef þið finnið alls enga tímasetningu sem ykkur hentar biðjum við ykkur um að hafa beint samband við viðkomandi umsjónarkennara.
Lesa meira

1. bekk boðið á tónleika 17. janúar

Menningarfélag Akureyrar og Norðurorka bjóða 5 og 6 ára börnum á Akureyri (fæddum 2009 og 2010) á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands – Frost. Boðið er liður í samfélagsverkefni Norðurorku og Menningarfélags Akureyrar en markmið þess er að færa menninguna nær íbúum bæjarins og auka aðgengi hennar fyrir hvern sem er.
Lesa meira

Fyrirlestur í kvöld með Siggu Dögg kynfræðingi

Sigga Dögg kynfræðingur er búin að vera með fræðslu fyrir 8. bekkinga í grunnskólum Akureyrar. Í kvöld, þriðjudag 12. janúar, mun hún vera með sambærilega fræðslu fyrir foreldra barna frá 5.-10. bekk og verður fyrirlesturinn haldinn í Síðuskóla kl. 20. Sigga Dögg talar mjög opinskátt um náin samskipti einstaklinga, kynlíf og klám.
Lesa meira

Breytingar á skólatíma mánudaginn 11. janúar

Vegna jarðarfarar og erfisdrykkju verða eftirfarandi breytingar á dagskránni hjá okkur mánudaginn 11. janúar: Kennslu lýkur kl. 13:00 hjá öllum nemendum nema að sund verður skv. áætlun hjá 1. bekk. Valgreinar hjá unglingastigi falla niður eftir hádegið. Frístund verður opin en verður staðsett á svæði 1. bekkjar þennan dag, foreldrar sem koma að sækja börnin eru beðnir um að ganga um inngang 1. bekkjar/leikskóla, við norðausturhorn skólahússins, beint á móti Naustatjörn.
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf ársins

Nú er janúarfréttabréf skólans komið út. Smellið hér til að opna...
Lesa meira

Ný heimasíða

Hér má sjá nýja heimasíðu Naustaskóla. Þar sem vefurinn er alveg nýr erum við enn að vinna dálítið í honum og það kann að vera að sumstaðar skorti efni eða eitthvað hafi færst úr lagi. Við biðjumst afsökunar ef slíkt veldur óþægindum en allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær með fyrirspurnahnappinum efst á síðunni...
Lesa meira

Gleðileg jól!

Við óskum nemendum okkar og forráðamönnum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Við minnum á að mánudagurinn 4. janúar er starfsdagur en Frístund er opin þann dag. Kennsla að loknu jólaleyfi hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar.Jafnframt bendum við á að það er tilvalið að koma sér í jólaskapið með því að skoða þessa jólakveðju frá nemendum Naustaskóla.  Gleðileg jól!
Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin í Naustaskóla verða föstudaginn 18. desember. Að þeim loknum fara nemendur í jólafrí. Á litlu jólunum mæta allir nemendur kl. 8:30 og skóladeginum lýkur kl. 11:00.Frístund verður opin á litlujóladaginn kl. 7:45-16:15.
Lesa meira