Fréttir

Val í 8.-10. bekk

Nú eru komnar á vefinn lýsingar á valgreinum og eyðublöð fyrir val nemenda í 8.-10. bekk fyrir næsta ár. Smellið hér til að nálgast þessi gögn..  
Lesa meira

1. maí hlaup UFA

ATH: Hlaupinu er frestað til 14. maí!!! Þann 1. maí heldur UFA árlegt grunnskólahlaup sitt en hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar. Síðastliðið vor vann Naustaskóli bikarinn í hópi fjölmennari skólanna og nú er spurning hvort við náum að halda honum! Í skólakeppninni geta krakkarnir valið um að hlaupa 2 eða 5 km. og 5 km hlaupið er einnig opið öðrum keppendum.
Lesa meira

Vorhlaup VMA/MA

Næstkomandi fimmtudag, 16. apríl, er á dagskrá vorhlaup VMA/MA. Þar verður í boði að hlaupa 5 eða 10km götuhlaup. Það eru þrír flokkar í hlaupinu þ.e. grunnskólaflokkur, framhaldsskólaflokkur og opinn flokkur og verða veitt verðlaun fyrir hvern flokk.  Nemendur geta skráð sig inni á http://www.hlaup.is/ eða mætt á skrifstofu VMA eða MA en einnig er möguleiki á að skrá sig á staðnum. Skráningagjald er 500 kr. Hlaupið hefst kl. 17.30 á fimmtudag og er startað við Hof.
Lesa meira

Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er komið út og má nálgast það hér...
Lesa meira

Tilnefningar til viðurkenninga skólanefndar

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Skólar/Kennarahópar/KennariForeldrar, nemendur, kennarar, skólar og bæjarstofnanir geta tilnefnt verkefni í skóla til viðurkenningar. Tilnefna má nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári, nemendavinnu, vinnu hópa eða einstaklinga, upplýsingamiðlun (s.s. heimasíður og fréttabréf), stefnumótun og skipulag, starf eins kennara eða samvinnu þeirra, verkefni í almennri kennslu, sérgreinum eða sérkennslu, framlag annars starfsfólks skólans, forvarnarstarf, félagsstarf eða foreldrasamstarf. NemendurGrunnskólar og Tónlistarskólinn setja sér almennar reglur um það hvaða nemendur þeir tilnefna til viðurkenninga og senda til valnefndar. Tilnefning er háð því að viðkomandi nemandi sé orðinn 10 ára eða eldri. Viðurkenningu má t.d. veita fyrir góðar framfarir í námi, góðan námsárangur, virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika, frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjaranda/skólaanda, nýsköpun og/eða hönnun. Tilnefningar fyrir skólaárið 2014-2015 skulu berast rafrænt fyrir 20. apríl næstkomandi.Smellið hér til að nálgast nánari upplýsingar
Lesa meira

Barnaheill gefa út nýjan bækling

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, halda úti fræðsluvefnum http://www.verndumborn.is/  Samtökin hafa nú gefið út nýjan upplýsingabækling um vefinn og ofbeldi gegn börnum.  Á verndumborn.is er að finna upplýsingar um vanrækslu og hvers kyns ofbeldi gegn börnum; líkamlegt, andlegt og kynferðislegt, um einelti, um ofbeldi á neti og um börn sem búa við ofbeldi á heimili. Þar eru upplýsingar um einkenni og afleiðingar ofbeldis og hvert beri að leita ef grunur er um ofbeldi gegn börnum.  Smellið hér til að skoða bækling Barnaheilla..
Lesa meira

Páskafrí

Nemendur eru nú komnir í páskafrí en kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. apríl.  Gleðilega páska!  
Lesa meira

Útivistartíminn - seglar frá Samtaka

  Samtaka eru samtök foreldrafélaga á Akureyri. Tilgangur Samtaka er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í sveitarfélaginu og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum, meðal annars með því að auka samskipti milli foreldra og grunnskóla. Einnig hefur Samtaka beitt sér í forvarnarstarfi og fræðslu fyrir foreldra. Foreldrum/forráðamönnum er bent á facebook síðu Samtaka „Samtaka – Svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar" til að fylgjast með starfinu. Eitt af þeim málum sem koma upp á hverju hausti er umræða um útivistartíma barna. Samtaka er umhugað um að útivistartími, sem bundinn er í lög, sé virtur til að tryggja eins og kostur er að börn njóti nauðsynlegrar hvíldar og séu sem best búin til að takast á við þau verkefni sem bíða á degi hverjum. Eins og eflaust mörg okkar þekkja þá er vinsælt hjá börnunum að segja að allir nema hann/hún megi vera lengur úti til að pressa á foreldra/forráðamenn að gefa slaka og leyfi lengri útivistartíma. Mörgum foreldrum/forráðamönnum reynist þessi barátta erfið. Samtaka í samstarfi við Samfélags- og mannréttindanefnd Akureyrarbæjar hefur látið útbúa 1600 ísskápasegla eins og sjá má hér til hliðar. Seglarnir verða afhentir öllum nemendum í 1. til 6. bekk í öllum skólum í viku 13.  Það er von Samtaka að seglarnir fái fastan samastað á hverju heimili og að átakið auki samstöðu foreldra/forráðamanna í að virða útivistarreglurnar.
Lesa meira

Útivistardagur á föstudag

Föstudaginn 20. mars er áformaður útivistardagur í Naustaskóla (ef veður leyfir) þar sem okkur býðst að fara í Hlíðarfjall.  Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af heilsufars- eða öðrum mjög brýnum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum.  Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða.  Við komuna í fjallið fá nemendur lyftukort sem gilda allan daginn og geta eldri nemendur nýtt sér það ef vilji er til, en athugið að skila þarf inn lánsbúnaði um hádegi, þegar rútur á vegum skólans fara heim.  Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans með símtali eða tölvupósti. Athugið að nemendur eru þá á eigin vegum eftir að rútur skólans eru farnar. Þegar nemendur koma til baka í skólann fá þeir hádegisverð en fara að því búnu heim (eða í Frístund ef þeir eru skráðir þar) Tímasetningar: 1.-3. bekkur:  Mæting í skóla kl. 8:10 Brottför frá skóla kl. 8:30 Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 11:15 Skóladegi lýkur kl. 12:00 4.-7. bekkur:   Mæting í skóla kl. 8:10 Brottför frá skóla kl. 8:15 Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 12:00 Skóladegi lýkur kl. 12:45 8.-10. bekkur  Mæting í skóla kl. 8:50 Brottför frá skóla kl. 9:00 Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 12:40 Skóladegi lýkur kl. 13:20 Útbúnaður:Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar. Hjálmar eru nauðsynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjálma) Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum og húfunni. Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin. 
Lesa meira

Skólaskákmót á nemendadaginn

Eitt af því sem nemendum stóð til boða á nemendadaginn var að taka þátt í skólaskákmóti.  Það var prýðileg þátttaka í mótinu og hart barist en að lokum fóru úrslit þannig að það var Guðmundur Tawan í 7. bekk sem fór með sigur af hólmi og er því skólameistari Naustaskóla í skák vorið 2015.  Í öðru sæti varð Einar Logi í 7. bekk og í 3. sæti Aron Snær í 6. bekk.  Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu..
Lesa meira