Fréttir

Sunna og Alexander á Samfés

Nemendur Naustaskóla, þau Sunna Björk og Alexander, voru fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Tróju í söngkeppni Samfés sem fram fór um síðustu helgi og stóðu þau sig að sjálfsögðu eins og hetjur.  Á slóðinni hér á eftir má sjá myndband frá keppninni, smellið hér:  http://www.visir.is/section/MEDIA99?fileid=CLP34497   
Lesa meira

Sýning á verkefnum á unglingastigi

Sl. fimmtudag héldu nemendur unglingastigs sýningu á verkefnum sem þau hafa verið að vinna að undanförnu en verkefnin snúast um forvarnir og fordóma af ýmsu tagi.  Nemendur hafa verið að kynna sér þau viðfangsefni og skiluðu svo af sér úrvinnslu námsins á margvíslegu formi, með veggspjöldum, myndböndum, spilum, bæklingum, jafnvel bakstri o.fl. Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunni..
Lesa meira

Siljan - myndbandasamkeppni

Barnabókasetur stendur nú fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk í grunnskólum við Eyjafjörð. Markmiðið er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Nemendur geta unnið einir eða í hópi og hafa frjálsar hendur um efnistök, aðalatriðið er að þeir lesi og noti hugmyndaflugið og tæknina. Fjalla skal um eina barna- eða unglingabók að eigin vali í hverju myndbandi. Bókin þarf að hafa komið út á íslensku á árunum 2012-2014. Myndböndin skulu vera 2-3 mínútur að lengd. Vista skal myndböndin á youtube.com og senda slóðina og upplýsingar um höfunda til barnabokasetur@unak.is. Skilafrestur rennur út 2. apríl. Sjá nánar á amtsbok.is/siljan.
Lesa meira

Keppt í upplestri og Skólahreysti

Miðvikudagurinn 11. mars var mikill keppnisdagur en þá fóru fram bæði Skólahreysti og lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk.  Naustaskóli átti að sjálfsögðu fulltrúa í báðum þessum keppnum, í Skólahreysti kepptu þau Bjarney Sara, Crispin Tinni, Heiðar Örn og Una Kara en í upplestrinum voru þau Arnór Ísak og Íris okkar fulltrúar.  Ekki náðum við verðlaunum í hús í þetta skiptið en fulltrúar okkar í báðum keppnunum stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum okkar til sóma.  Takk fyrir það! 
Lesa meira

Fiðla og fótstigið

Við fengum stórskemmtilega heimsókn í vikunni frá þeim Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fiðluleikara og Eyþóri Inga Jónssyni organista en þau héldu fyrir okkur tónleika sem þau kalla "Fiðla og fótstigið".  Þar er vísað til þess að þau spiluðu á fiðlu annars vegar en fótstigið orgel (harmóníum) hins vegar.  Flutt var tónlist eftir ýmsa meistara tónlistarsögunnar auk íslenskra þjóðlaga og fengu þá nemendur líka að taka undir með söng. 
Lesa meira

Breyting á miðstigsopnunum félagsmiðstöðvar

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi á miðstigsopnunum félagsmiðstöðvarinnar Tróju.  Í stað þess að um sé að ræða eina opnun í mánuði í hverjum skóla, mun framvegis vera opnun í Tróju í Rósenborg, alla fimmtudaga kl. 14:30-16:00.  Nemendur í 7. bekk eru ennfremur minntir á að opið er fyrir þá alla miðvikudaga kl. 14:30-16:00 í Tróju - Rósenborg. 
Lesa meira

Tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimila og skóla

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimila og skóla fyrir árið 2015. Skólafólk og foreldrar sem vita um metnaðarfullt foreldrastarf sem eflt hefur samstarf foreldra, nemenda og skólafólks og stuðlað að jákvæðum samskiptum heimilis og skóla eru hvött til að láta vita af því. Hægt er að tilnefna verkefni hér: http://www.heimiliogskoli.is/2015/03/foreldraverdlaun-heimilis-og-skola-2015/ Markmið Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik-, grunn og framhaldsskóla, og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Lesa meira

Fjármálafræðsla í 10. bekk

Um daginn komu nokkrir góðir gestir í heimsókn í 10. bekk en þar var um að ræða fulltrúa frá Fjármálavit sem er verkefni á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja, en verkefnið miðar að því að auka fjármálalæsi hjá ungu fólki.  Verið er að kynna nýtt fræðsluefni og naut Naustaskóli þess heiðurs að vera einn af allra fyrstu skólunum sem fengu þessa kynningu.  Á vefslóðunum hér fyrir neðan má sjá annars vegar umfjöllun á N4 um málið og hins vegar facebook-síðu verkefnisins þar sem er að finna umfjöllun og myndir frá heimsókninni til okkar. http://www.n4.is/is/thaettir/file/fjarmalalaesi-unglingahttps://www.facebook.com/fjarmalavit
Lesa meira

Fréttabréf marsmánaðar

Nú er fréttabréf marsmánaðar komið út og má nálgast það hér..
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar var haldin á sal skólans þann 25. febrúar.  Þar kepptu nemendur í upplestri og framsögn fyrir framan dómnefnd sem hafði það vandasama hlutverk að velja tvo fulltrúa skólans, og einn til vara, til að keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri, sem haldin verður þann 11. mars nk. í sal Menntaskólans.  Nemendur stóðu sig að venju afskaplega vel en að lokum urðu það þau Íris Orradóttir og Arnór Ísak Haddsson sem urðu fyrir valinu sem fulltrúar okkar, en Sigurður Bogi Ólafsson er varamaður.  Við erum stolt af þessum glæsilegu fulltrúum okkar, óskum þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis í keppninni framundan.
Lesa meira