Fréttir

Skólaval - innritun nemenda

Nú stendur yfir innritun í grunnskóla fyrir næsta vetur og er umsóknarfrestur til 27. febrúar nk. Upplýsingar hafa verið sendar til foreldra barna sem fædd eru árið 2009 (verðandi 1. bekkjar) en rétt er að vekja athygli á því að ef foreldrar óska eftir að skipta um skóla fyrir börn sín þarf að sækja um í nýjum skóla fyrir þennan tíma. Vegna skipulagningar skólanna fyrir næsta skólaár er mjög mikilvægt að innritunum ljúki tímanlega.  Skólarnir hafa opin hús á mánudag og þriðjudag í næstu viku þar sem kostur gefst á að skoða og kynna sér starfið. Opið hús í Naustaskóla verður mánudaginn 23. febrúar kl. 9-11 Af gefnu tilefni skal tekið fram að ekki þarf að innrita nemendur aftur í sama skóla og þeir ganga í nú þegar, aðeins ef óskað er eftir að þeir skipti um skóla. Innritunarreglur, tímasetningar kynninga/opinna húsa, eyðublöð og rafrænt form fyrir umsóknir um grunnskóla má nálgast hér..
Lesa meira

Hundraðdagahátíð í 1. bekk

Fastur liður í starfi 1. bekkjar ár hvert er að halda hina svokölluðu "hundraðdagahátíð" en þá fagna nemendur þeim áfanga að hafa verið í hundrað daga í grunnskóla.  Í leiðinni er síðan unnið með tugakerfið og talið upp í hundrað með ýmsu góðgæti sem börnin gæða sér á :)  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá deginum..
Lesa meira

Útivistardegi frestað

Útivistardeginum í Hlíðarfjalli er frestað um óákveðinn tíma vegna hvassviðris, reynt verður að finna dag í mars fyrir skíðaferðina okkar. Það verður því venjulegur skóladagur föstudaginn 6. febrúar.
Lesa meira

Hungurleikarnir - nýtt myndband frá 6.-7. bekk

Síðasti smiðjuhópur 6.-7. bekkjar í tónmennt og leiklist bjó til stórskemmtilega stuttmynd sem er þeirra eigin útgáfa af Hungurleikunum.. Smellið hér til að sjá myndina
Lesa meira

Fréttabréf febrúarmánaðar

Nú má nálgast fréttabréf og matseðil febrúarmánaðar hér á heimasíðunni.  Smellið hér til að opna fréttabréfið..
Lesa meira

Útivistardagur í Hlíðarfjalli

Fimmtudaginn 5. febrúar 2015 er áætlað að nemendur Naustaskóla fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru ef veður leyfir. (Ef ekki viðrar verður gerð önnur tilraun þann 6. febrúar) Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af heilsufars- eða öðrum mjög brýnum ástæðum  verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega kl. 8:10 Farið verður frá skólanum sem hér segir:  4.-10. bekkur kl. 08:20   en  1.-3. bekkur kl. 09:00 Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir: 1. – 3. bekkur kl. 11:20  en   4.-10. bekkur kl. 12:00 Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju en eftir það fara nemendur heim eða í Frístund, nema að kennsla verður í valgreinum í 8.-10. bekk.  Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða. Útbúnaður: Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar. Hjálmar eru nauðsynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjálma) Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum eða húfunni. Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin.  Nemendur fá afhent lyftukort þegar þeir mæta á svæðið. Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans. Lyftukortin gilda allan daginn en skila þarf lánsbúnaði eða semja um leigu á honum.    Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum aðstoða nemendur eins og kostur er.   Útivistardagurinn er með öllu gjaldfrjáls fyrir nemendur. Starfsfólk Naustaskóla
Lesa meira

Fræðslufundur um snjalltækjanotkun barna og unglinga

Samtaka (Svæðisráð foreldra í grunnskólum Akureyrar) í samvinnu við SAFT og Heimili og skóla stendur fyrir fræðslufundi fyrir foreldra um notkun snjalltækja og hætturnar sem af þeim geta stafað.  Fundurinn verður haldinn í Hofi fimmtudaginn 29. janúar kl. 20:00 og er öllum opinn. Smellið hér til að sjá dagskrá fundarins..
Lesa meira

Nýsköpunarverkefni á unglingastigi

Nemendur á unglingastigi spreyttu sig á því verkefni í síðustu viku að þjálfa ímyndunaraflið og sköpunarhæfnina með því að búa til sem frumlegasta hluti úr endurunnu efni.  Þau fengu mjólkurfernu, eggjabakka, smá límband, plast og tappa og áttu að búa til eitthvað nýtt, frumlegt og nytsamlegt og kynna svo hugmyndina sína fyrir öllum hópnum.  Þarna gat að líta hinar ýmsustu smíð og með því að smella hér má sjá nokkur dæmi um afurðirnar og frá vinnunni..
Lesa meira

Tölvupóstmálin

Í samstarfi við mentor teljum við nú að við höfum komist fyrir vandamál í tölvupóstsendingum og eigum því von á að allir póstar séu farnir að berast frá skólanum, jafnt til g-mail notenda og annarra. Þó er rétt að minna g-mail notendur á að það kann að vera að póstar lendi í ruslpósti (junk-mail) og þá þarf að segja póstkerfinu að ekki sé um ruslpóst að ræða.    Ef einhverjir vakna upp við að þeir eru ekki að fá pósta frá skólanum, t.d. vikupósta umsjónarkennara sem að jafnaði eru sendir út á föstudögum, þá biðjum við viðkomandi um að gera okkur viðvart.
Lesa meira

Tölvupóstmál

Enn virðist eitthvað vera um að g-mail notendur fái ekki póst sem sendur er frá skólanum í gegnum mentorkerfið. Unnið er að lausn málsins..
Lesa meira