Fréttir

Gleðilegt nýtt ár! / Fréttabréf janúarmánaðar

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum samstarfið á liðnu ári, vekjum við athygli á fyrsta fréttabréfi skólaársins, en það má nálgast hér..
Lesa meira

Gleðileg jól!

Við óskum nemendum okkar og forráðamönnum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Við minnum á að mánudagurinn 5. janúar er starfsdagur og þann dag er Frístund lokuð. Kennsla að loknu jólaleyfi hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar. Jafnframt bendum við á að það er tilvalið að koma sér í jólaskapið með því að skoða þetta myndband sem gert var þemadögunum nú í desember.. Gleðileg jól!
Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin í Naustaskóla verða föstudaginn 19. desember. Að þeim loknum fara nemendur í jólafrí. Á litlu jólunum mæta allir nemendur kl. 8:30 og skóladeginum lýkur kl. 11:00.Frístund verður opin á litlujóladaginn kl. 7:45-16:15.
Lesa meira

Varðandi tölvupóst frá skólanum

Upp á síðkastið virðist hafa borið á því að tölvpóstur frá skólanum, sem sendur er í gegnum mentorkerfið, hafi ekki komist til skila.  Líklega er þetta bundið við þá sem eru með gmail-netföng en þar virðist pósturinn flokkast sem ruslpóstur (junk) og þá þarf að gefa póstforritinu skipun um að hætta að flokka póst frá mentor sem rusl.. Ef aðrir en g-mail eru ekki að fá póst frá okkur þá endilega látið okkur vita..
Lesa meira

Þemadagar - myndir

Dagana 15.-16. desember höfum við okkar árlegu "umhyggju- og samvinnuþemadaga" sem einkennast náttúrulega mikið af alls kyns jólastússi eins og vera ber á þessum árstíma.  Hér má sjá nokkrar myndir frá starfinu á þemadögunum..
Lesa meira

Ný gjaldskrá fyrir Frístund og mötuneyti

Frá og með áramótum hækka gjaldskrár Frístundar og mötuneytis um 4%.  Það þýðir að verð á máltíð í annaráskrift verður kr. 411, ávaxtaáskrift mun kosta kr. 6.656 önnin og hver klukkustund í Frístund kostar kr. 343.   Sjá nánar hér..
Lesa meira

Jóladagatöl á vefnum

Á vefnum má finna a.m.k. tvö skemmtileg jóladagatöl sem gaman gæti verið fyrir nemendur að kíkja á dag hvern til jóla. Annars vegar er þar um að ræða jóladagatal Námsgagnastofnunar þar sem finna má skemmtilegar þrautir til að dunda sér við í skammdeginu.. sjá hér Og hins vegar er það jóldagatal Umferðarstofu þar sem þátttakendur komast í verðlaunapott, og tveir heppnir eru dregnir út á hverjum degi og fá senda Jólasyrpu frá Eddu útgáfa. Auk þess verða dregnir út heppinn bekkur sem hlýtur pizzuveislu og DVD mynd.  Smellið hér til að opna dagatalið..
Lesa meira

Höfðingleg gjöf til skólans

Á dögunum barst Naustaskóla höfðingleg gjöf frá fjórum nemendum skólans en þar er um að ræða safn fugla sem eru til sýnis í skápum við náttúrufræðistofu skólans.  Gjöfinni fylgdi skjal með svohljóðandi texta: "Hér með er Naustaskóla fært að gjöf safn fugla sem afi okkar, Stefán Baldursson, safnaði og stoppaði upp. Tilgangur gjafarinnar er að vekja áhuga nemenda skólans um náttúru Íslands og stuðla að aukinni vitund þeirra um það fjölskrúðuga fuglalíf sem hér á landi er. Í safninu má finna 25 fugla, bæði stóra og smáa.  Með kærri kveðju og von um ys og þys við fuglaskápinn, Monika Birta og Friðrika Vaka Baldvinsdætur, Atli og Baldur Ásgeirssynir" Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf og hvetjum alla til að gefa sér góðan tíma til að skoða safnið. Hér má sjá nokkrar myndir af safninu..
Lesa meira

Árshátíðarböllin...

Dagana 4. og 5. desember höldum við árshátíðarböllin okkar sem hér segir: Fimmtudaginn 4. desember verða böll kl. 16:00-17:30 fyrir 1.-3. bekk og kl. 18:00-20:00 fyrir 4.-6. bekk.  Aðgangseyrir er 500 kr.  Föstudaginn 5. desember verður svo ball fyrir nemendur í 8.-10. bekk, .það hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30.  Aðgangseyrir er 1.000 kr.   MC Gauti og Áttan sjá um tónlistina og snyrtilegs klæðnaðar er krafist :)
Lesa meira

Prýðileg árshátíð og afmælishátíð að baki..

Árshátíð skólans þann 21. nóvember tókst aldeilis prýðilega og fór í alla staði vel fram.  Við notuðum tækifærið um morguninn og héldum upp á 5 ára afmæli skólans með því að rifja upp gamla tíma og skoða m.a. myndir og myndbönd frá fyrstu árum skólans.  Því næst var hátíðleg stund þar sem nemendur gæddu sér á kökum og kakói og að því loknu mætti Magni Ásgeirsson til okkar og reif svo sannarlega upp stemminguna með kröftugum söng.  Þá gæddum við okkur á lambasteik að hætti hússins og eftir hádegið voru svo sjálfar árshátíðarsýningarnar og kaffihlaðborðin svignuðu undan kræsingunum.  Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum, takk kærlega fyrir góðan dag!
Lesa meira