11.09.2014
Nú hefur verið gengið til kosninga og úrslit liggja fyrir. Það voru sannarlega glæsilegir fulltrúar nemenda í framboði og
sérstaklega gaman að sjá fulltrúa nemenda stíga á svið og kynna framboð sín. En nú liggja úrslit fyrir og ljóst
að nemendaráð Naustaskóla skólaárið 2014-2015 verður þannig skipað:
10. bekkur: Signý Rós Ólafsdóttir (formaður) og Sylvía Sól Guðmundsdóttir (varamaður er Indíra
Jónasdóttir)
9. bekkur: Birgir Freyr Magnason (varamaður er Freyr Jónsson)
8. bekkur: Brynjólfur Skúlason (varamaður er Ólafur Anton Gunnarsson)
7. bekkur: Íris Orradóttir (varamaður er Sigurður Bogi Ólafsson)
6. bekkur: Agnar Daníel Ásmundsson (varamaður er Jóna Margrét Arnarsdóttir)
5. bekkur: Alex Máni Sveinsson (varamaður er Aron Ísak Hjálmarsson)
4. bekkur: Viktor Sigurðarson (varamaður er Selma Sól Ómarsdóttir)
Lesa meira
09.09.2014
Nú er baráttan fyrir nemendaráðskosningarnar að ná hámarki og áróðursplakötin farin að birtast í matsal skólans
eins og vera ber.. Hér má sjá hverjir eru í framboði þetta
árið, og hér má sjá sýnishorn af
áróðrinum...
Lesa meira
09.09.2014
Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin valgrein og er það í annað
skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin að Grenndargralinu í boði fyrir
alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem valgrein eða ekki. Allt sem þarf
að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum til umsjónarmanns með
tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda lykilorðið. Þetta er
endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan seilingar. Einfaldara getur
það ekki orðið.
Nánari upplýsingar um Leitina 2014 má nálgast á heimasíðu Grenndargralsins; www.grenndargral.is og
á fésbókarsíðu Grenndargralsins.
Lesa meira
07.09.2014
Við vorum að hlaða inn á myndavefinn okkar hópmyndum sem teknar voru síðastliðið vor, en þar er um að ræða myndir af
umsjónarhópum og námshópum, gæti verið gaman fyrir einhverja að kíkja á þetta...
Smellið hér til að opna albúmið..
Lesa meira
05.09.2014
Naustaskóli
tekur þátt í verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hefst formlega 10.september og lýkur með alþjóðlega "Göngum
í skólann deginum" miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og
úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Nemendur í skólanum verða beðnir
um að merkja við hvernig þeir ferðast í skólann og einnig verðum við með svæðaskipan af hverfinu þannig að við sjáum hve
langt hver og einn býr frá skólanum. Svæðin verða merkt í 4 liti; gulan, rauðan, grænan og bláan. Börnin merkja við á
hvaða svæði þau búa og hvernig þau ferðast í skólann. Íþróttakennari mun síðan vinna úr þeim
upplýsingum og setja fram til að allir geti séð. Einnig mun verða smá keppni á milli námshópa um hverjir séu duglegastir að labba
í skólann. Síðasta daginn í þessu verkefni sem er 8.október verður tilkynnt um sigurvegara skólans í þessari keppni.
Nánari upplýsingar um verkefnið Göngum í skólann má nálgast á vefslóðinni http://www.gongumiskolann.is
Lesa meira
09.09.2014
Dagana 8.-11. september, verða
morgunfundir fyrir foreldra í 2.-10. bekk Þar er um að ræða kynningu fyrir foreldra á starfi barnanna í skólanum o.fl. auk þess sem
tækifæri gefast til umræðna og fyrirspurna. Fundirnir verða kl. 8:10- 9:10 að morgni, nemendur mæta einnig á sama tíma og venjulega þessa daga
nema nemendur í 8.-10. bekk sem fá að sofa örlítið lengur þann 11. sept.
Fundirnir verða sem hér segir:
2.-3. bekkur þri. 9. september kl. 8:10
4.-5. bekkur mán. 8. september kl. 8:10
6.-7. bekkur mið. 10. september kl. 8:10
8.-10. bekkur fim. 11. september kl. 8:10 (nemendur í 8.-10. bekk mæti þann dag kl. 9:15)
Mikilvægt er að fulltrúar frá öllum nemendum mæti á fundina!
Lesa meira
02.09.2014
Skólafærninámskeið fyrir foreldra nýnema í
Naustaskóla verður haldið þriðjudaginn 2. september kl. 17:30-20:00. Námskeið af þessu tagi eru haldin árlega fyrir foreldra nýnema en
markmiðið með þeim er að fræða foreldra um skólann okkar og grunnskólakerfið almennt.
Dagskrá þess verður sem hér segir:
Að byrja í grunnskóla - hvað þýðir það fyrir börnin okkar?
Grunnskólakerfið á Íslandi - yfirlit og upplýsingar
Naustaskóli / starfshættir / agastefna / kennsluaðferðir o.fl.
Samskipti heimila og skóla / upplýsingamiðlun - mentorkerfið o.fl.
Foreldrafélag / skólaráð / stoðþjónusta
Ætlast er til að fulltrúar nemenda í 1. bekk mæti á námskeiðið en aðrir eru að sjálfsögðu einnig velkomnir.
Boðið verður upp á barnagæslu meðan á námskeiði stendur og léttan málsverð fyrir þátttakendur og börn.
Lesa meira
31.08.2014
Fréttabréf septembermánaðar
er nú komið út og má nálgast það hér...
Lesa meira
29.08.2014
Föstudagurinn 29. ágúst er
útivistardagur hjá okkur í Naustaskóla. Þá skiptast nemendur í hina ýmsu hópa og njóta útivistar í
góða veðrinu.. Skóli hefst á sama tíma og venjulega, kl. 8:10 en nemendur koma til baka í skólann um kl. 11:30-13:00 eftir því
hvaða hóp þeir velja sér, fá sér hádegismat og fara síðan heim eða í Frístund. Hér má sjá yfirlit yfir viðfangsefni dagsins og hvernig hópar eru skipaðir. Við minnum
nemendur á að mæta vel klæddir og skóaðir!
Lesa meira
22.08.2014
Loksins loksins er skólinn byrjaður aftur eftir langt ... alltof langt sumarfrí ! Nemendur mæta sprækir til leiks, greinilega glaðir að vera komnir aftur
til starfa. Starfsfólkinu er væntanlega eins innanbrjósts enda er sannarlega ekki leiðinlegt að hitta krakkana aftur og sjá hvernig þau hafa vaxið
og dafnað í sumar. Verið öll velkomin til starfa, framundan er skemmtilegur og spennandi vetur! Hér eru nokkrar myndir frá fyrsta deginum...
Lesa meira