Fréttir

Áætluð koma 7. bekkjar frá Reykjum

7. bekkur leggur af stað frá Reykjum klukkan 12.00 í dag og er áætluð koma um 14.30 Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í tölvupósti sem sendur var út til foreldra fyrir ferð, og eða ritara skólans.
Lesa meira

Páskabingó

Næstkomandi fimmtudag, 10. apríl, kl. 18.00 ætlar 10.bekkur við Naustaskóla að halda Páskabingó.  Spjaldið kostar 500 kr og ætla krakkarnir einnig að selja vöfflur og kaffi á staðnum. Fjöldi góðra vinninga í boði. Hlökkum til að sjá ykkur. Nemendur í 10. bekk
Lesa meira

Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er nú komið á vefinn og má nálgast það hér..
Lesa meira

Frábær frammistaða í Stóru upplestrarkeppninni

Þann 2. apríl fór fram lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri þar sem tveir nemendur úr 7. bekkjum hvers skóla reyndu með sér í upplestri og framsögn.  Það er skemmst frá því að segja að keppendur okkar í Naustaskóla, þær Bjarney Guðrún Jónsdóttir og Lovísa Marý Kristjánsdóttir, stóðu sig frábærlega og fór svo að lokum að Bjarney Guðrún hlaut 2. sætið í keppninni.  Stórgóður árangur sem byggir auðvitað á mikilli æfingu og vandvirkni, til hamingju! 
Lesa meira

Tilnefningar til viðurkenninga skólanefndar

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Skólar/Kennarahópar/KennariForeldrar, nemendur, kennarar, skólar og bæjarstofnanir geta tilnefnt verkefni í skóla til viðurkenningar. Tilnefna má nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári, nemendavinnu, vinnu hópa eða einstaklinga, upplýsingamiðlun (s.s. heimasíður og fréttabréf), stefnumótun og skipulag, starf eins kennara eða samvinnu þeirra, verkefni í almennri kennslu, sérgreinum eða sérkennslu, framlag annars starfsfólks skólans, forvarnarstarf, félagsstarf eða foreldrasamstarf. NemendurGrunnskólar og Tónlistarskólinn setja sér almennar reglur um það hvaða nemendur þeir tilnefna til viðurkenninga og senda til valnefndar. Tilnefning er háð því að viðkomandi nemandi sé orðinn 10 ára eða eldri. Viðurkenningu má t.d. veita fyrir góðar framfarir í námi, góðan námsárangur, virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika, frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjaranda/skólaanda, nýsköpun og/eða hönnun. Tilnefningar fyrir skólaárið 2013-2014 skulu berast rafrænt fyrir 6. apríl næstkomandi. Smellið hér til að nálgast nánari upplýsingar
Lesa meira

Leikfangaskiptimarkaður Unicef

         Kæru foreldrar og börn                                            Ungmennaráð Unicef á Íslandi og SAMTAKA á Akureyri ætla að standa fyrir leikfangaskiptimarkaði fyrir börn laugardaginn 22. mars á Glerártorgi frá kl. 13-17.   (Markaðurinn verður í bilinu þar sem verslunin Ice in a bucket var) Markmiðið með skiptimarkaðinum er að fá börn til að nýta leikföngin sín betur og læra um umhverfisvæn sjónarmið og sjálfbærni. Á staðnum geta þau einnig fengið fræðslu um Barnasáttmálann og réttindi sín hjá Ungmennaráði Unicef. Börnum verður boðið að koma með leikföng, spil eða bækur sem þau eru hætt að nota og láta þau í skiptum fyrir notaða hluti frá öðrum börnum. Þannig geta notaðir hlutir öðlast nýtt líf í höndunum á nýjum börnum. Til að þetta verkefni geti orðið að veruleika, langar okkur að biðla til ykkar um að leggja okkur lið við að koma upp safni notaðra leikfanga/bóka/spila. Guðrún og Begga á skrifstofu Naustaskóla munu taka á móti leikföngum og stimpla kort. Við munum hefja söfnun á miðvikudagsmorgni 19/3 og til seinniparts á föstudeginum 21/3.Það er von okkar að þið takið vel í bón okkar og við sjáumst jafnframt á Glerártorgi. Ath: þetta fer þannig fram, að börnin geta komið með leikföng á skrifstofu skólans og fá stimpil í kort í staðinn. Síðan geta þau valið sér leikföng á skiptimarkaðnum og þar gildir, einn stimpill = einn hlutur. Eða komið með leikföng á skiptimarkaðinn sjálfan og fengið önnur í staðinn. Endilega takið þátt og gætið þess að leikföng/spil/bækur séu hrein og heil.
Lesa meira

Fréttabréf og vetrarfrí

Fréttabréf marsmánaðar er komið út og má nálgast það hér.. Svo minnum við á að dagana 5.-10. mars er vetrarfrí hjá nemendum.  Frístund er opin dagana 5.-7. mars en mánudaginn 10. mars er skólinn lokaður þar sem allt starfsfólk verður í heimsóknum í öðrum skólum, norðan heiða og sunnan.  
Lesa meira

Ball fyrir 1.-4. bekk

Mánudaginn 3. mars verður haldið ball fyrir nemendur í 1.-4. bekk kl. 17:00-19:00.  Prýðilegt tækifæri til að máta öskudagsbúninginn!!  Aðgangseyrir er 500 kr. og sjoppan verður opin.  Ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.  
Lesa meira

Snillingarnir - námskeið

Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHDFjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2004 og 2005 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. (Þetta námskeið verður 10. mars-9. apríl 2014 á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-18:15)  Umsóknarfrestur er til 24. febrúar.  Nánari upplýsingar má nálgast hér..
Lesa meira

Nemendadagurinn

Föstudagurinn 21. febrúar er hinn árlegi "nemendadagur" í Naustaskóla. Það þýðir að þennan dag tekur nemendaráð völdin í skólanum og skipuleggur skólastarfið eftir eigin höfði.  Að þessu sinni hefur nemendaráð ákveðið að það skuli vera svokallað "glæsiþema" sem þýðir að mælst er til þess að allir mæti í sínu fínasta pússi eða að minnsta kosti mjög glæsilega til fara!  Svo er að sjálfsögðu frjálst nesti og um að gera að koma með snakk og safa eða djús en hluta dagsins verður auðvitað bíó. Nemendaráð hefur hins vegar ákveðið að ekki sé í boði að koma með gos eða sælgæti. Dagurinn er síðan styttri en vanalega því að nemendur fara heim (eða í Frístund) að afloknum mat um kl. 11:45. 
Lesa meira