Fréttir

Skólaval - opið hús

Nú stendur yfir innritun í grunnskóla fyrir næsta skólaár og hafa foreldrar barna sem fædd eru árið 2008 fengið póst vegna þess.  Á sama tíma hvetjum við foreldra sem hyggja á flutninga eða skólaskipti fyrir börn sín að nýta þennan tíma til innritunar, en innritun þarf að vera lokið 24. febrúar nk. Miðvikudaginn 12. febrúar 2014 verður opið hús í Naustaskóla frá kl. 9:00-11:00 fyrir forráðamenn og nemendur sem hefja skólagöngu næsta skólaár. Allar upplýsingar um skólaval og umsóknareyðublöð vegna skólavistar má finna á síðum Skóladeildar undir hlekknum:  http://www.akureyri.is/skoladeild/moya/page/skoalval-grunnskola Við bjóðum alla sem vilja kynna sér skólann velkomna!
Lesa meira

Útivistardagur

Þriðjudaginn 11. febrúar 2014er áætlað að nemendur Naustaskóla fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru ef veður leyfir. (Ef ekki viðrar verður gerð önnur tilraun þann 12. febrúar) Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af einhverjum ástæðum  verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega kl. 8:10 Farið verður frá skólanum sem hér segir:  4.-10. bekkur kl. 08:20   en  1.-3. bekkur kl. 09:00 Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir: 1. – 3. bekkur kl. 11:20  en   4.-10. bekkur kl. 12:00 Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju en eftir það fara nemendur heim eða í Frístund, nema að kennsla verður í valgreinum í 8.-10. bekk.  Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða. Útbúnaður: Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar. Hjálmar eru nauðsynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjálma) Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum eða húfunni. Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin.  Nemendur fá afhent lyftukort þegar þeir mæta á svæðið. Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans. Lyftukortin gilda allan daginn en skila þarf lánsbúnaði eða semja um leigu á honum.    Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum aðstoða nemendur eins og kostur er.   Útivistardagurinn er með öllu gjaldfrjáls fyrir nemendur. Starfsfólk Naustaskóla
Lesa meira

Námskeið fyrir foreldra

Heilsugæslustöðin á Akureyri býður upp á námskeið fyrir foreldra barna sem eru yngri en 10 ára og í ofþyngd. Markmiðið er að hjálpa fólki að breyta lífsstíl fjölskyldunnar til betri vegar. Námskeiðið er fjórir hóptímar og þrjú fjölskylduviðtöl. Miðað er að því að námskeiðið auðveldi foreldrum að búa til venjur, reglur og siði sem styðja við heilbrigðan lífsstíl ásamt því sem veitt eru ýmis gagnleg ráð sem tengjast næringu og hreyfingu. Hóptímarnir verða á þriðjudögum kl. 16.30-18.00 og byrja 18. febrúar 2014 ef næg þátttaka fæst. Leiðbeinendur eru Hrafnhildur Ævarsdóttir hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd og Þórdís Rósa Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari.  Verð fyrir námskeiðið er 6.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar: Hrafnhildur: gsm 6927040 eða hrafnhildur@hak.ak.is Þórdís Rósa: gsm 8991099 eða heilsulund@akmennt.is
Lesa meira

Fréttabréf - febrúar

Þá er fréttabréf febrúarmánaðar komið á vefinn og má nálgast það hér...
Lesa meira

Fínn árangur í Lego-keppninni

Naustaskóli sendi tvö lið til keppni í Legokeppninni „FirstLegoLeague“ sem haldin var í Háskólabíói þann 1. febrúar. Liðin voru skipuð átta drengjum úr 8. bekk annars vegar og átta drengjum  9.-10. bekk skólans hins vegar. Átti eldra liðið titil að verja, en þeir unnu keppnina í fyrra.  Að þessu sinni tókst þó ekki að landa aðalverðlaununum en annað liðið hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknina sem er glæsilegur árangur.  Hér má sjá umfjöllun Akureyri vikublaðs frá liðinni viku um keppnina
Lesa meira

Ball ! Ball !

Miðvikudaginn 5. febrúar munu nemendur í 7. bekk halda dansleiki til fjáröflunar fyrir skólabúðaferð þeirra. Kl. 16:00-17:30 verður ball fyrir nemendur í 1.-3. bekk og kl. 18:00-20:00 verður ball fyrir nemendur í 4.-6. bekk.  Aðgangseyrir er 500 kr., djús og popp innifalið fyrir 1.-3. bekk en sjoppan opin fyrir 4-6. bekk.
Lesa meira

Verk- og listgreinasýning

Í byrjun febrúar eru smiðjuskil hjá bæði 2.-3. bekk og 4.-7. bekk sem þýðir að þá eru allir nemendur í þessum árgöngum að ljúka kennslulotu í ákveðinni verk- eða listgrein og hefja nám í nýrri grein næstu vikurnar.  Af þessu tilefni viljum við bjóða foreldrum þessara bekkja að kíkja við í stutta stund í skólanum þriðjudaginn 4. febrúar kl. 8:10 og skoða afrakstur kennslunnar, taka þátt í samverustund þar sem nemendur í leiklistarhópum stíga á stokk, smakka örlítið á sýnishornum frá heimilisfræðikennslunni o.fl. 
Lesa meira

Skíða- og brettaskóli fyrir 1. bekk

Skíða- og brettaskólinn í Hlíðarfjalli býður 1. bekkingum á Akureyri að koma í tveggja tíma kennslu á skíðum eða bretti í janúar og febrúar þeim að kostnaðarlausu. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skipta skólunum niður á helgar og er 1. bekk Naustaskóla boðið að koma laugardaginn 25. eða sunnudaginn 26. janúar frá kl. 10-12. Það þarf að panta kennsluna á heimasíðu Hlíðarfjalls, www.hlidarfjall.isfyrir kl. 16 fimmtudaginn 23. janúar. Til að skrá sig í skólann er farið inn á eftirfarandi tengil: http://www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn/barnaskidaskolinn/skraningarblad-i-skidaskolann  Við skráningu þarf að skrifa Naustaskóli í dálkinn Annað. Einnig þarf að merkja við ef óskað er eftir búnaði úr leigunni, hann er einnig ykkur að kostnaðarlausu. Í leigunni er hægt að fá hjálm. Á skráningarblaðinu þarf að skrá getu: 0 stig (þeir sem ekki kunna að stoppa) 1-2 stig (geta bjargað sér í Hólabraut, beygt og stoppað) 3+ (geta farið í stólalyftuna) Mikilvægt er að mæta tímanlega, sérstaklega ef búnaður er fenginn úr leigunni. Nánari upplýsingar í síma 462-2280 eða skidaskoli@hlidarfjall.is 
Lesa meira

Láttu drauminn rætast - fyrirlestur fyrir foreldra nemenda í 10. bekk

Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra nemenda í 10. bekk verður haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 20.00 í sal Brekkuskóla en þarna er um að ræða sameiginlegt framtak foreldrafélaga Nausta-, Brekku-, Lundar- og Oddeyrarskóla.  Fyrirlesari er Þorgrímur Þráinsson en eins og margir vita hefur hann haldið fyrirlestra undanfarna vetur fyrir alla nemendur 10. bekkjar á landinu undir yfirskriftinni: Láttu drauminn rætast!
Lesa meira

Viðtalsdagar

Fimmtudagurinn 16. janúar og föstudagurinn 17. janúar eru viðtalsdagur í Naustaskóla, þá hittast nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar og ræða saman um námið og annað sem þeim liggur á hjarta. Í þetta sinn gefum við ekki út viðtalstíma fyrirfram, heldur sjá foreldrar sjálfir um að bóka viðtalstíma sína inni á mentor, sjá leiðbeiningar hér. Við vekjum athygli á því að í matsal skólans munu nemendur 10. bekkjar selja vöfflur og kaffi/djús á 350 krónur.  Það er því um að gera fyrir foreldra og börn að taka sér góðan tíma til að koma í skólann, fá sér smá hressingu og eiga góða og uppbyggilega stund með kennaranum..  Sjáumst!
Lesa meira